Innlent

Gefur borginni sextán styttur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Grafarvogsbúar munu áfram njóta höggmynda Hallsteins Sigurðssonar.
Grafarvogsbúar munu áfram njóta höggmynda Hallsteins Sigurðssonar. Fréttablaðið/Pjetur
Embætti skipulagsfulltrúa segir ekkert mæla gegn því að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf sextán höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í Grafarvogi.

Höggmyndirnar eru úr áli og á 23 þúsund fermetra svæði sem Hallsteinn hefur haft á leigu frá árinu 1998. Listsafn Reykjavíkur hefur sagt verkin njóta sín þar sem þau eru og mælir með því að borgin þiggi gjöfina. Borgin mun tileinka svæðið nafni Hallsteins og merkja verkin en jafnframt áskilja sér rétt til að flytja þau annað ef þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×