Innlent

Hagnaður hjá Íslandspósti

Ingimundur Sigurpálsson
Ingimundur Sigurpálsson
Íslandspóstur hagnaðist um tæpar 53 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 144 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 93 milljónir árið 2010.

Rekstrartekjur voru í fyrra 6.754 milljónir og jukust um 225 milljónir milli ára. Rekstrargjöld lækkuðu hins vegar lítillega og voru 6.289 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta var því um 485 milljónir. Þá nam eigið fé félagsins 2,5 milljörðum í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×