Fleiri fréttir Aftur óvissustig á Landspítalanum Síðdegis í gær var ákveðið að grípa á ný til þess að virkja viðbragðsáætlun Landspítalans og setja hann á óvissustig. 29.1.2013 06:50 Rafmagn áfram skammtað á Vestfjörðum Nauðsynlegt er að skammta rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum í dag líkt og gera þurfti í gær. 29.1.2013 06:48 Björgunarsveitir víða að störfum á Norðurlandi Björgunarsveitir á Norðurlandi voru víða að störfum síðdegis í gær og fram á kvöld. Veður var slæmt á Húsavík seinnipartinn en þar sinnti Björgunarsveitin Garðar nokkrum aðstoðarbeiðnum að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. 29.1.2013 06:46 Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við Beatrix drottning Hollands hefur sagt af sér embætti. Sonur hennar, hinn 45 ára gamli Willem Alexander, tekur við sem konungur Hollands. Hann verður fyrsti konungur landsins undanfarin 122 ár. 29.1.2013 06:43 Forsetaþotan í Malawi er til sölu Stjórnvöld í Malawi ætla að selja forsetaþotu landsins og hafa óskað eftir tilboðum í hana. Um er að ræða 14 sæta Dassault Falcon einkaþotu en sala hennar á að létta undir með rekstri ríkissjóðs. 29.1.2013 06:40 Frakkar tryggja yfirráð sín í Timbuktu Hersveitir undir stjórn Frakka hafa tryggt yfirráð sín yfir borginni Timbuktu í Malí en borgin var frelsuð úr höndum íslamista í gærdag án teljandi bardaga. 29.1.2013 06:33 Lögreglan fann 12 lík í brunni í Mexíkó Lögreglan í Nuevo Leon í Mexíkó hefur fundið 12 lík í brunni í bænum Mina. Staðfest hefur verið að fjögur þeirra eru af meðlimum hljómsveitarinnar Kombo Kolombia sem rænt var fyrir síðustu helgi. 29.1.2013 06:31 Mest eftirprentaða málverk sögunnar á uppboð Málverkið Kínverska stúlkan fer brátt á uppboð en málverk þetta er það verk í sögunni sem flestar eftirprentanir hafa verið gerðar af. 29.1.2013 06:25 Þrotabú Landsbankans greiðir Icesave Sigur Íslands í málinu þýðir að þrotabú Landsbankans mun halda áfram að greiða Icesave-skuldina. 29.1.2013 06:00 Tilskipunin enn þá í gildi í ESB Framkvæmdastjórn málefna innri markaðar hjá ESB telur tilskipun sambandsins um innstæðutryggingar í fullu gildi gagnvart aðildarríkjum ESB, þrátt fyrir Icesave-dóminn. Þetta segir í tilkynningu frá talsmanni Michel Barnier framkvæmdastjóra. 29.1.2013 06:00 Óeirðir hafa kostað tugi lífið Meira en fimmtíu manns hafa látist í óeirðum í Egyptalandi síðan á fimmtudag í síðustu viku. Í gær beitti lögreglan táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Kaíró. 29.1.2013 01:00 Brenndu fornar bækur í Timbuktu Herskáir íslamistar, tengdir samtökunum al-Kaída, hafa undanfarna tíu mánuði beitt af mikilli hörku strangtrúartúlkun sinni á lögum íslams í norðurhluta Malí, sem þeir náðu á sitt vald á síðasta ári. 29.1.2013 00:00 “Það má kalla það dómgreindarskort“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að sín mistök í Icesave-málinu fælust í því að hafa vanmetið hversu pólitískt flækjustig Icesave-málsins, en hann var meðal gesta í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 28.1.2013 22:30 Annasamt hjá björgunarsveitum Síðdegis í dag og í kvöld hafa björgunarsveitir á Norðurlandi verið að störfum. Veður var slæmt á Húsavík seinnipartinn en þar sinnti Björgunarsveitin Garðar nokkrum aðstoðarbeiðnum, m.a. var þak að fjúka, tré að falla og grindverk losnaði á byggingarsvæði. 28.1.2013 22:48 Áfengisdauðir úti á miðri götu Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrrinótt tilkynnt um að maður væri liggjandi fram á stýri kyrrstæðrar bifreiðar á miðri akbraut í Keflavík. 28.1.2013 21:32 Einn hópnauðgarinn undir aldri - fær þrjú ár í versta falli Indverskir dómstólar hafa úrskurðað að einn af karlmönnunum, sem eru ákærðir fyrir að hópnauðga og myrða 23 ára stúdent á Indlandi, sé undir lögaldri og verður því réttað yfir honum sem unglingi. 28.1.2013 21:28 Barði skemmtistað með spýtu Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um helgina að maður væri að berja og brjóta rúður á skemmtistað í umdæminu með spýtu. 28.1.2013 21:02 Kremþjófur handsamaður Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í umdæminu um helgina. 28.1.2013 20:57 Fékk stálbita í andlitið Það óhapp varð um borð í bát á Suðurnesjum í dag að einn skipverja fékk stálbita í andlitið. Maðurinn stóð fyrir aftan annan skipverja sem hélt á stálbitanum. 28.1.2013 20:49 Kaldhæðnislegt að ekki megi leita sökudólga Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta. 28.1.2013 20:23 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28.1.2013 20:07 Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum "Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. 28.1.2013 19:14 Draumurinn úti - Júlli var borinn út í dag "Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. 28.1.2013 17:25 Dagur Kári og Danirnir fimm horfa til Hollywood Sex kvikmyndaleikstjórar frá Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman og leggja á ráðin um samnorræna sókn inn á bandarískan kvikmyndamarkað. Íslenski leikstjórinn Dagur Kári Pétursson er þeirra á meðal. 28.1.2013 16:50 Aðallögfræðingur Íslands situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi lögfræðiteymis Íslendinga. Blaðamannafundurinn fer fram í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan korter í fimm. Smelltu hér til að sjá fundinn. 28.1.2013 16:39 Birgir bálreiður: Ríkisstjórnin þarf að líta í eigin barm "Það hlýtur að vera mikill léttir að hafa fengið þá niðurstöðu sem EFTA-dómstóllinn kynnti í morgun,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um dóminn sem féll í morgun. Þar var Ísland sýknað af öllum kröfum ESA. 28.1.2013 16:25 Hundleiðinlegi gluggapósturinn kemur ekki aftur inn um lúguna "Hvað mig varðar þá bjó ég mig undir það versta en vonaði það besta. Ég held að flestir Íslendingar hafi upplifað það þannig," sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag. Nú fer fram umræða um dóm EFTA-dómstólsins frá því morgun, þar sem íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum ESA. 28.1.2013 16:08 Birgitta vill grafa stríðsöxina í dag Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að sigur í Icesave málinu væri mikilvægur og ylli sér mikilli gleði. Hún sagðist hafa orðið djúpt snortin þegar hún heyrði að Íslendingar hefðu unnið málið fyrir EFTA dómstólum. 28.1.2013 15:48 Þakklæti til forsetans efst í huga Sigurjóns Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir að niðurstaða EFTA dómstólsins sé í takti við það sem hann hafði átt von á. Öllum kröfum ESB, ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga á hendur Íslendinum var hafnað. Hitt sem sé að koma, sem hafi verið á hreinu í sínum huga, er að eignir Landsbankans muni duga fyrir innistæðum á Icesave og meira til. Áætlað sé að eignir þrotabúsins séu um 200 milljörðum meira en kröfurnar. 28.1.2013 15:24 Össur á Alþingi: Til hamingju Ísland "Við eigum að læra af þessu við stjórnmálamennirnir sem hérna sitjum. Samstaðan, þegar upp er staðið, skilar bestu árangri fyrir Ísland,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag þegar rætt var um dóm EFTA-dómstólsins frá því morgun. 28.1.2013 15:16 Dómurinn sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi segir að dómur EFTA-dómstólsins í dag sé sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð á bönkum. Gera ætti 28. janúar að baráttudegi gegn ríkisábyrgð. Lærdómur bankahrunsins sé að afnema skuli alla slíka ríkisábyrgð. "Ef tilefni er til að breyta stjórnarskrá vegna bankahrunsins, ætti að banna öll framlög ríkisins til bankastarfsemi,“ segir Gunnlaugur Jónsson. 28.1.2013 15:06 Björk í skýjunum yfir Icesave-dómnum "Hamingjuóskir til íslensku þjóðarinnar vegna sigursins í Icesave-málinu!! Það gefur mér von að við þurfum ekki að borga fyrir glæpi nokkra bankamanna!! Réttlætið nær öðru hvoru fram að ganga,“ skrifar söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sína í dag. 28.1.2013 13:52 Sigur Íslands í brennidepli út um allan heim Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Íslands í Icesave-málinu í morgun. Danska ríkisútvarpið segir í fyrirsögn að Íslendingar hafi sloppið við að borga milljarða og breska ríkisútvarpið fer yfir málið ítarlega. 28.1.2013 13:37 Toyota aftur stærst Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár. 28.1.2013 13:15 Dómurinn nauðsynlegur "Dómur EFTA dómstólsins sem var kveðinn upp í dag var nauðsynlegur í þeim tilgangi að skýra mikilvægt álitamál samkvæmt EES-rétti og til að útkljá málið í samræmi við reglur EES-réttar." segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. 28.1.2013 13:05 Björgólfur Thor: Grýla gamla er loksins dauð! "Allt það fólk sem tengdist Landsbankanum þurfti að sitja undir ákúrum um föðurlandssvik og ætlast var til að það færi með veggjum, á meðan pólitíkusar börðu sér á brjóst og kepptust við að yfirbjóða hver annan í fáránlegum yfirlýsingum. Hvílíkt óréttlæti!," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, í pistli á heimasíðu sinni í dag. 28.1.2013 12:35 Steingrímur: Ættum við að vera í góðu skapi í 1 til 2 daga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna og atvinnuvegaráðherra, segist gleðjast yfir því að "þessu ólánsmáli sé nú lokið“. Hann ávarpaði blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun. 28.1.2013 12:00 Leiðrétting Ranglega var haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum í gær að hún hefði sagt að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um Gordon Brown væru óheppileg. Hið rétta er Oddný var að tala um að það væri óheppilegt ef forseti Íslands og aðrir fulltrúar íslenska stjórnvalda væru að lýsa opinberlega ólíkri afstöðu til utanríkisstefnu Íslands almennt. Orðin voru upphaflega látin falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 28.1.2013 11:55 Stórkostleg niðurstaða "Þetta er stórkostleg niðurstaða. Við vinnum þetta mál í öllum liðum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðuna í Icesave-málinu. Ísland vann fullnaðarsigur. 28.1.2013 11:30 Samstillt málsvörn í málinu "Þessi niðurstaða er afskaplega góð, hún er afskaplega mikilvæg. Við lögðum upp með það að vera með samstillta málsvörn í málinu,“ sagði Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar, í viðtali í beinni útsendingu á Árni Páll benti á það að strax árið 2008 hafi það verið markmið íslenskra stjórnvalda að fá efnisdóm um málið en illa hefði verið tekið í það. Síðan hefði ESA, eftirlitsstofnun Eftirlitsstofnun efta, opnað á það að málið færi fyrir dóm. "Menn voru ekkert voða hrifnir af því,“ sagði hann. En af hálfu Íslands hefðu samningar alltaf verið neyðarbraut. 28.1.2013 11:15 "Við höldum veislu“ "Við höldum veislu, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvað tæki við núna hjá Íslendingum eftir að niðurstaða lá fyrir í Icesave- málinu. Ísland vann fullnaðarsigur í málinu og ekki tekið tillit til krafna ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga. Dómurinn er endanlegur 28.1.2013 10:55 Enn margir í einangrun Enn eru margir í einangrun á Landspítalanum vegna smithættu. Þegar viðbragðsstjórn spitalans kom saman í gær voru 38 í einangrun en 36 á laugardaginn. Viðbragðsstjórn Landspítala kemur aftur saman í hádeginu í dag. 28.1.2013 10:23 Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. 28.1.2013 10:00 Sigurvegarar SAG-verðlaunanna Það voru þau Daniel Day-Lewis og Jennifer Lawrence sem voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles. 28.1.2013 09:46 Harmleikur á Kópaskeri: Varð úti eftir þorrablót Karlmaður um fertugt fannst látinn við heimili sitt á Kópaskeri í gærmorgun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og segir Sigurður Brynólfsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Á laugardagskvöldið var þorrablót í bænum og er talið að maðurinn hafi orðið úti á leið sinni heim af blótinu. Mjög vont veður var þessa nótt að sögn Sigurðar, stórkrapahríð og kuldi. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 28.1.2013 09:32 Sjá næstu 50 fréttir
Aftur óvissustig á Landspítalanum Síðdegis í gær var ákveðið að grípa á ný til þess að virkja viðbragðsáætlun Landspítalans og setja hann á óvissustig. 29.1.2013 06:50
Rafmagn áfram skammtað á Vestfjörðum Nauðsynlegt er að skammta rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum í dag líkt og gera þurfti í gær. 29.1.2013 06:48
Björgunarsveitir víða að störfum á Norðurlandi Björgunarsveitir á Norðurlandi voru víða að störfum síðdegis í gær og fram á kvöld. Veður var slæmt á Húsavík seinnipartinn en þar sinnti Björgunarsveitin Garðar nokkrum aðstoðarbeiðnum að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. 29.1.2013 06:46
Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við Beatrix drottning Hollands hefur sagt af sér embætti. Sonur hennar, hinn 45 ára gamli Willem Alexander, tekur við sem konungur Hollands. Hann verður fyrsti konungur landsins undanfarin 122 ár. 29.1.2013 06:43
Forsetaþotan í Malawi er til sölu Stjórnvöld í Malawi ætla að selja forsetaþotu landsins og hafa óskað eftir tilboðum í hana. Um er að ræða 14 sæta Dassault Falcon einkaþotu en sala hennar á að létta undir með rekstri ríkissjóðs. 29.1.2013 06:40
Frakkar tryggja yfirráð sín í Timbuktu Hersveitir undir stjórn Frakka hafa tryggt yfirráð sín yfir borginni Timbuktu í Malí en borgin var frelsuð úr höndum íslamista í gærdag án teljandi bardaga. 29.1.2013 06:33
Lögreglan fann 12 lík í brunni í Mexíkó Lögreglan í Nuevo Leon í Mexíkó hefur fundið 12 lík í brunni í bænum Mina. Staðfest hefur verið að fjögur þeirra eru af meðlimum hljómsveitarinnar Kombo Kolombia sem rænt var fyrir síðustu helgi. 29.1.2013 06:31
Mest eftirprentaða málverk sögunnar á uppboð Málverkið Kínverska stúlkan fer brátt á uppboð en málverk þetta er það verk í sögunni sem flestar eftirprentanir hafa verið gerðar af. 29.1.2013 06:25
Þrotabú Landsbankans greiðir Icesave Sigur Íslands í málinu þýðir að þrotabú Landsbankans mun halda áfram að greiða Icesave-skuldina. 29.1.2013 06:00
Tilskipunin enn þá í gildi í ESB Framkvæmdastjórn málefna innri markaðar hjá ESB telur tilskipun sambandsins um innstæðutryggingar í fullu gildi gagnvart aðildarríkjum ESB, þrátt fyrir Icesave-dóminn. Þetta segir í tilkynningu frá talsmanni Michel Barnier framkvæmdastjóra. 29.1.2013 06:00
Óeirðir hafa kostað tugi lífið Meira en fimmtíu manns hafa látist í óeirðum í Egyptalandi síðan á fimmtudag í síðustu viku. Í gær beitti lögreglan táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Kaíró. 29.1.2013 01:00
Brenndu fornar bækur í Timbuktu Herskáir íslamistar, tengdir samtökunum al-Kaída, hafa undanfarna tíu mánuði beitt af mikilli hörku strangtrúartúlkun sinni á lögum íslams í norðurhluta Malí, sem þeir náðu á sitt vald á síðasta ári. 29.1.2013 00:00
“Það má kalla það dómgreindarskort“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að sín mistök í Icesave-málinu fælust í því að hafa vanmetið hversu pólitískt flækjustig Icesave-málsins, en hann var meðal gesta í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 28.1.2013 22:30
Annasamt hjá björgunarsveitum Síðdegis í dag og í kvöld hafa björgunarsveitir á Norðurlandi verið að störfum. Veður var slæmt á Húsavík seinnipartinn en þar sinnti Björgunarsveitin Garðar nokkrum aðstoðarbeiðnum, m.a. var þak að fjúka, tré að falla og grindverk losnaði á byggingarsvæði. 28.1.2013 22:48
Áfengisdauðir úti á miðri götu Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrrinótt tilkynnt um að maður væri liggjandi fram á stýri kyrrstæðrar bifreiðar á miðri akbraut í Keflavík. 28.1.2013 21:32
Einn hópnauðgarinn undir aldri - fær þrjú ár í versta falli Indverskir dómstólar hafa úrskurðað að einn af karlmönnunum, sem eru ákærðir fyrir að hópnauðga og myrða 23 ára stúdent á Indlandi, sé undir lögaldri og verður því réttað yfir honum sem unglingi. 28.1.2013 21:28
Barði skemmtistað með spýtu Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um helgina að maður væri að berja og brjóta rúður á skemmtistað í umdæminu með spýtu. 28.1.2013 21:02
Kremþjófur handsamaður Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í umdæminu um helgina. 28.1.2013 20:57
Fékk stálbita í andlitið Það óhapp varð um borð í bát á Suðurnesjum í dag að einn skipverja fékk stálbita í andlitið. Maðurinn stóð fyrir aftan annan skipverja sem hélt á stálbitanum. 28.1.2013 20:49
Kaldhæðnislegt að ekki megi leita sökudólga Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta. 28.1.2013 20:23
Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28.1.2013 20:07
Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum "Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. 28.1.2013 19:14
Draumurinn úti - Júlli var borinn út í dag "Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. 28.1.2013 17:25
Dagur Kári og Danirnir fimm horfa til Hollywood Sex kvikmyndaleikstjórar frá Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman og leggja á ráðin um samnorræna sókn inn á bandarískan kvikmyndamarkað. Íslenski leikstjórinn Dagur Kári Pétursson er þeirra á meðal. 28.1.2013 16:50
Aðallögfræðingur Íslands situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi lögfræðiteymis Íslendinga. Blaðamannafundurinn fer fram í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan korter í fimm. Smelltu hér til að sjá fundinn. 28.1.2013 16:39
Birgir bálreiður: Ríkisstjórnin þarf að líta í eigin barm "Það hlýtur að vera mikill léttir að hafa fengið þá niðurstöðu sem EFTA-dómstóllinn kynnti í morgun,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um dóminn sem féll í morgun. Þar var Ísland sýknað af öllum kröfum ESA. 28.1.2013 16:25
Hundleiðinlegi gluggapósturinn kemur ekki aftur inn um lúguna "Hvað mig varðar þá bjó ég mig undir það versta en vonaði það besta. Ég held að flestir Íslendingar hafi upplifað það þannig," sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag. Nú fer fram umræða um dóm EFTA-dómstólsins frá því morgun, þar sem íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum ESA. 28.1.2013 16:08
Birgitta vill grafa stríðsöxina í dag Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að sigur í Icesave málinu væri mikilvægur og ylli sér mikilli gleði. Hún sagðist hafa orðið djúpt snortin þegar hún heyrði að Íslendingar hefðu unnið málið fyrir EFTA dómstólum. 28.1.2013 15:48
Þakklæti til forsetans efst í huga Sigurjóns Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir að niðurstaða EFTA dómstólsins sé í takti við það sem hann hafði átt von á. Öllum kröfum ESB, ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga á hendur Íslendinum var hafnað. Hitt sem sé að koma, sem hafi verið á hreinu í sínum huga, er að eignir Landsbankans muni duga fyrir innistæðum á Icesave og meira til. Áætlað sé að eignir þrotabúsins séu um 200 milljörðum meira en kröfurnar. 28.1.2013 15:24
Össur á Alþingi: Til hamingju Ísland "Við eigum að læra af þessu við stjórnmálamennirnir sem hérna sitjum. Samstaðan, þegar upp er staðið, skilar bestu árangri fyrir Ísland,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag þegar rætt var um dóm EFTA-dómstólsins frá því morgun. 28.1.2013 15:16
Dómurinn sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi segir að dómur EFTA-dómstólsins í dag sé sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð á bönkum. Gera ætti 28. janúar að baráttudegi gegn ríkisábyrgð. Lærdómur bankahrunsins sé að afnema skuli alla slíka ríkisábyrgð. "Ef tilefni er til að breyta stjórnarskrá vegna bankahrunsins, ætti að banna öll framlög ríkisins til bankastarfsemi,“ segir Gunnlaugur Jónsson. 28.1.2013 15:06
Björk í skýjunum yfir Icesave-dómnum "Hamingjuóskir til íslensku þjóðarinnar vegna sigursins í Icesave-málinu!! Það gefur mér von að við þurfum ekki að borga fyrir glæpi nokkra bankamanna!! Réttlætið nær öðru hvoru fram að ganga,“ skrifar söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sína í dag. 28.1.2013 13:52
Sigur Íslands í brennidepli út um allan heim Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Íslands í Icesave-málinu í morgun. Danska ríkisútvarpið segir í fyrirsögn að Íslendingar hafi sloppið við að borga milljarða og breska ríkisútvarpið fer yfir málið ítarlega. 28.1.2013 13:37
Toyota aftur stærst Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár. 28.1.2013 13:15
Dómurinn nauðsynlegur "Dómur EFTA dómstólsins sem var kveðinn upp í dag var nauðsynlegur í þeim tilgangi að skýra mikilvægt álitamál samkvæmt EES-rétti og til að útkljá málið í samræmi við reglur EES-réttar." segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. 28.1.2013 13:05
Björgólfur Thor: Grýla gamla er loksins dauð! "Allt það fólk sem tengdist Landsbankanum þurfti að sitja undir ákúrum um föðurlandssvik og ætlast var til að það færi með veggjum, á meðan pólitíkusar börðu sér á brjóst og kepptust við að yfirbjóða hver annan í fáránlegum yfirlýsingum. Hvílíkt óréttlæti!," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, í pistli á heimasíðu sinni í dag. 28.1.2013 12:35
Steingrímur: Ættum við að vera í góðu skapi í 1 til 2 daga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna og atvinnuvegaráðherra, segist gleðjast yfir því að "þessu ólánsmáli sé nú lokið“. Hann ávarpaði blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun. 28.1.2013 12:00
Leiðrétting Ranglega var haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum í gær að hún hefði sagt að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um Gordon Brown væru óheppileg. Hið rétta er Oddný var að tala um að það væri óheppilegt ef forseti Íslands og aðrir fulltrúar íslenska stjórnvalda væru að lýsa opinberlega ólíkri afstöðu til utanríkisstefnu Íslands almennt. Orðin voru upphaflega látin falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 28.1.2013 11:55
Stórkostleg niðurstaða "Þetta er stórkostleg niðurstaða. Við vinnum þetta mál í öllum liðum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðuna í Icesave-málinu. Ísland vann fullnaðarsigur. 28.1.2013 11:30
Samstillt málsvörn í málinu "Þessi niðurstaða er afskaplega góð, hún er afskaplega mikilvæg. Við lögðum upp með það að vera með samstillta málsvörn í málinu,“ sagði Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar, í viðtali í beinni útsendingu á Árni Páll benti á það að strax árið 2008 hafi það verið markmið íslenskra stjórnvalda að fá efnisdóm um málið en illa hefði verið tekið í það. Síðan hefði ESA, eftirlitsstofnun Eftirlitsstofnun efta, opnað á það að málið færi fyrir dóm. "Menn voru ekkert voða hrifnir af því,“ sagði hann. En af hálfu Íslands hefðu samningar alltaf verið neyðarbraut. 28.1.2013 11:15
"Við höldum veislu“ "Við höldum veislu, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvað tæki við núna hjá Íslendingum eftir að niðurstaða lá fyrir í Icesave- málinu. Ísland vann fullnaðarsigur í málinu og ekki tekið tillit til krafna ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga. Dómurinn er endanlegur 28.1.2013 10:55
Enn margir í einangrun Enn eru margir í einangrun á Landspítalanum vegna smithættu. Þegar viðbragðsstjórn spitalans kom saman í gær voru 38 í einangrun en 36 á laugardaginn. Viðbragðsstjórn Landspítala kemur aftur saman í hádeginu í dag. 28.1.2013 10:23
Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. 28.1.2013 10:00
Sigurvegarar SAG-verðlaunanna Það voru þau Daniel Day-Lewis og Jennifer Lawrence sem voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles. 28.1.2013 09:46
Harmleikur á Kópaskeri: Varð úti eftir þorrablót Karlmaður um fertugt fannst látinn við heimili sitt á Kópaskeri í gærmorgun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og segir Sigurður Brynólfsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Á laugardagskvöldið var þorrablót í bænum og er talið að maðurinn hafi orðið úti á leið sinni heim af blótinu. Mjög vont veður var þessa nótt að sögn Sigurðar, stórkrapahríð og kuldi. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 28.1.2013 09:32