Innlent

Þrotabú Landsbankans greiðir Icesave

Sigur Íslands í málinu þýðir að þrotabú Landsbankans mun halda áfram að greiða Icesave-skuldina.

Samkvæmt síðasta Icesave-samningi, sem hafnað var í þjóðaratkvæði vorið 2011, hefði vaxtakostnaður Íslands orðið á bilinu 35 til 100 milljarðar króna, samkvæmt sviðsmyndum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið teiknaði upp.

Alls eru forgangskröfur í bú Landsbankann 1.323 milljarðar króna, að mestu vegna Icesave-reikninganna.

Búið er að greiða um helming þeirra og slitastjórn Landsbankans telur virði eigna þrotabúsins vera um 200 milljörðum krónum meira en sem nemur forgangskröfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×