Innlent

Aðallögfræðingur Íslands situr fyrir svörum

„Málið gegn íslandi var í tveimur hlutum, annars vegar sneri það að tilskipun um innistæðutryggingu og á hinn bóginn snerist það um mismunun á grundvelli þjóðernis," sagði Tim Ward, aðallögfræðingur Íslands, á blaðamannafundi lögfræðiteymis Íslands í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Tim Ward sagði að það hefði verið niðurstaða dómsins að ríkið hafi ekki þurftað tryggja að innstæðueigendur fái greitt úr tryggingasjóði. Þetta hafi verið grundvallaratriði í fyrri lið stefnunnar.

Varðandi seinni liðinn hafi rökin hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTa, verið þau að þar sem innistæður hefðu verið fluttar úr gamla Landsbankanum í þann nýja, en þetta hafi ekki verið gert í tilfelli Icesave reikninganna, hafi innstæðueigendum verið mismunað. EFTA dómstóllinn hafi ekki fallist á þetta.

Smelltu hér til að sjá fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×