Innlent

Dagur Kári og Danirnir fimm horfa til Hollywood

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Dagur Kári er fulltrúi Íslands í hópnum.
Dagur Kári er fulltrúi Íslands í hópnum. Mynd/EE
Sex kvikmyndaleikstjórar frá Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman og leggja á ráðin um samnorræna sókn inn á bandarískan kvikmyndamarkað. Íslenski leikstjórinn Dagur Kári Pétursson er þeirra á meðal.

Frá þessu greinir kvikmyndavefurinn Svarthöfði í dag, en hinir leikstjórarnir fimm, sem allir eru danskir, eru Lone Scherfig (An Education, One Day), Per Fly (Manslaughter), Janus Metz Pedersen (Armadillo), Ole Christian Madsen (SuperClásico) og Thomas Vinterberg (Festen, The Hunt).

Leikstjórarnir sex hyggjast sameina krafta sína og deila orku sinni og reynslu. Hver leikstjóri mun gera í það minnsta eina kvikmynd á ensku fyrir alþjóðamarkað, en leikstjórabandalagið hefur hlotið nafnið Creative Alliance.

Nú þegar hafa sexmenningarnir tryggt sér fjármagn til þess að þróa myndirnar sex, en hugmyndin er að flétta saman öllu því besta úr norrænni kvikmyndahefð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×