Innlent

Dómurinn nauðsynlegur

Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.
Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.
„Dómur EFTA dómstólsins sem var kveðinn upp í dag var nauðsynlegur í þeim tilgangi að skýra mikilvægt álitamál samkvæmt EES-rétti og til að útkljá málið í samræmi við reglur EES-réttar." segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

EFTA dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að Íslandi hafi ekki borið skylda til að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda Icesave eftir hrun Landsbankans árið 2008.

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, lagði málið fyrir EFTA dómstólinn í desember 2011, þar sem því var haldið fram að Ísland hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar með því að hafa ekki tryggt greiðslu lágmarkstryggingar að fjárhæð 20.000 evrur til hvers og eins innstæðueiganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×