Innlent

Birgitta vill grafa stríðsöxina í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir hvatti til þess að stríðsöxin yrði grafin í dag.
Birgitta Jónsdóttir hvatti til þess að stríðsöxin yrði grafin í dag. Mynd/ Anton Brink.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að sigur í Icesave málinu væri mikilvægur og ylli sér mikilli gleði. Hún sagðist, í umræðum á Alþingi í dag, hafa orðið djúpt snortin þegar hún heyrði að Íslendingar hefðu unnið málið fyrir EFTA dómstólum.

„Mig langar til þess að halda áfram aðhafa þessa gleðitilfinningu yfir því að við höfum fengið fullnaðarsigur," sagði hún. „Bíðum með það að finna sökudólga og fara í stríð í einn dag, alla vega einn dag," sagði hún.

Þá minntist Birgitta á það að Icesave málið hafi orðið til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×