Innlent

Björgunarsveitir víða að störfum á Norðurlandi

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru víða að störfum síðdegis í gær og fram á kvöld. Veður var slæmt á Húsavík seinnipartinn en þar sinnti Björgunarsveitin Garðar nokkrum aðstoðarbeiðnum að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Meðal annars var þak að fjúka, tré að falla og grindverk losnaði á byggingarsvæði. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af enn einu húsinu en í gær sinnti Björgunarsveitin Strákar nokkrum slíkum útköllum.

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var svo á Öxnadalsheiði í gærkvöld að aðstoða nokkra ökumenn sem annað hvort sátu fastir eða höfðu ekið útaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×