Innlent

Stórkostleg niðurstaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er stórkostleg niðurstaða. Við vinnum þetta mál í öllum liðum," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðuna í Icesave-málinu. Ísland vann fullnaðarsigur.

„Ég gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðuna og ég held að það gleðjist allir íslendingar," sagði Bjarni í viðtali við Jóhönnu Margréti Gísladóttur, fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í dag.

Bjarni segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lagt áherslu á það að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið. Stjórnarmeirihlutinn hafi aftur á móti viljað halda þjóðinni frá málinu. „Ég er algjörlega sáttur við það hvernig við héldum á málinu," sagði Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×