Innlent

Dómurinn sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð

Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi.
Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi. Mynd/ Pjetur
Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi segir að dómur EFTA-dómstólsins í dag sé sigur í baráttunni gegn ríkisábyrgð á bönkum. Gera ætti 28. janúar að baráttudegi gegn ríkisábyrgð. Lærdómur bankahrunsins sé að afnema skuli alla slíka ríkisábyrgð. „Ef tilefni er til að breyta stjórnarskrá vegna bankahrunsins, ætti að banna öll framlög ríkisins til bankastarfsemi," segir Gunnlaugur Jónsson.

Í pistli á Pressunni segir hann að ríkisábyrgð á bönkum hafi ýtt undir fjármálabólur og óábyrga hegðun á Íslandi og um allan heim. Hún er líka ranglát, því hún lætur almenning borga brúsann þegar illa fer. Aðferðin við að stemma stigu við óábyrgri meðferð peninga er að láta menn bera bera kostnaðinn af henni sjálfir.

„Allt hefur þetta sömu slævandi áhrif á fjárfesta: Innistæðutryggingar, bakábyrgð seðlabanka og björgun banka. Lánveitendur bankanna trúðu margir á slíka ríkisábyrgð, eins og lánshæfismatsskýrslur og yfirlýsingar stjórnmálamanna gáfu tilefni til, auk lögbundis hlutverks seðlabankans. Sumir trúðu meira að segja á ríkisábyrgð á innistæðutryggingnum, sem dæmt var í dag að hefði ekki verið," segir Gunnlaugur í pistlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×