Draumurinn úti - Júlli var borinn út í dag 28. janúar 2013 17:25 „Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. Lögreglan þurfti meðal annars að brjóta sér leið í gegnum aðalhurðina á meðan Júlíus fylgdist með. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það fyrir skömmu að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um tveimur vikum síðan. Saga Draumsins er því á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu.Júlíus fylgist með aðgerðum lögreglunnar.Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Og í samtali við Vísi heldur hann því enn fram að hann hafi verið borinn út með ólöglegum hætti. „Þetta er bara þjófnaður. Það var vitlaust málsnúmer á skjalinu," sagði Júlíus. „Það er verið að bera mig út ólöglega," bætti hann svo við.Júlíus Þorbergsson, ekki lengur í draumnum.Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," sagði hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er ljóst að Draumurinn sé á enda. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. Lögreglan þurfti meðal annars að brjóta sér leið í gegnum aðalhurðina á meðan Júlíus fylgdist með. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það fyrir skömmu að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um tveimur vikum síðan. Saga Draumsins er því á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu.Júlíus fylgist með aðgerðum lögreglunnar.Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Og í samtali við Vísi heldur hann því enn fram að hann hafi verið borinn út með ólöglegum hætti. „Þetta er bara þjófnaður. Það var vitlaust málsnúmer á skjalinu," sagði Júlíus. „Það er verið að bera mig út ólöglega," bætti hann svo við.Júlíus Þorbergsson, ekki lengur í draumnum.Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," sagði hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er ljóst að Draumurinn sé á enda.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira