Innlent

Birgir bálreiður: Ríkisstjórnin þarf að líta í eigin barm

visir/stefán
„Það hlýtur að vera mikill léttir að hafa fengið þá niðurstöðu sem EFTA-dómstóllinn kynnti í morgun," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um dóminn sem féll í morgun. Þar var Ísland sýknað af öllum kröfum ESA.

Birgir fór mikinn í ræðu sinni. Ég vil taka undir með hæstvirtum atvinnuvegaráðherra að það eru ýmsir sem þurfa að horfa í eigin barm," sagði Birgir og nefndi ýmsar evrópuþjóðir og alþjóðlega stofnanir.

„Við getum nefnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið, Norðurlandaþjóðirnar en hæstvirtum atvinnuvegaráðherra gleymdi auðvitað ríkisstjórn Íslands, sem þarf svo sannarlega að horfa í eigin barm þegar farið er yfir feril hennar í þessu máli," sagði hann.

Og hækkaði róminn. „Hvernig hún reyndi að koma Icesave 1 í gegnum þingið, hvernig hún reyndi að koma Icesave 2 í gegnum þingið, hvernig hún barðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um þetta mál hvað eftir annað. Það er auðvitað þörf á því að við rifjum það upp sérstaklega þegar í hlut eiga stjórnmálamenn sem státa af því að vera mestu lýðræðissinnar og þjóðaratkvæðagreiðslusinnar í sögu Íslands. Hvernig brugðust þeir við þegar beðið var um þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli?," sagði Birgir bálreiður á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×