Innlent

Leiðrétting

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Ranglega var haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum í gær að hún hefði sagt að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um Gordon Brown væru óheppileg. Hið rétta er Oddný var að tala um að það væri óheppilegt ef forseti Íslands og aðrir fulltrúar íslenska stjórnvalda væru að lýsa opinberlega ólíkri afstöðu til utanríkisstefnu Íslands almennt. Orðin voru upphaflega látin falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×