Fleiri fréttir Ólétt kona á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur Þunguð kona var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir að fjórir bílar lentu í hörðum árekstri efst í Kömbum á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. 25.1.2013 06:27 Náði fyrstu myndinni af Oslóarúlfinum Náðst hefur mynd af úlfi sem heldur til í grennd við Osló í Noregi. Úlfur þessi hefur verið eitt helsta umtalsefni borgarbúa undanfarna daga enda tegundin talin útdauð á svæðinu í 200 ár. 25.1.2013 06:24 Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. 25.1.2013 06:00 Boða fleiri tilraunir með kjarnavopn Norður-Kóreumenn boða fleiri tilraunir með kjarnorkusprengingar og flugskeyti, þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir sem bitna harkalega á bágum efnahag þjóðarinnar. 25.1.2013 06:00 Óttast áhlaup uppreisnarmanna Íbúar í bænum Mopti í Malí hafa gripið til vopna og búið sig undir áhlaup íslamskra uppreisnarmanna. 25.1.2013 06:00 Jarðskjálfti við Keili Jarðskjálfti varð rétt við höfuðborgarsvæðið um tuttugu mínútur fyrir eitt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur út fyrir að upptök hans hafi verið um fimm kílómetrum austur af Keili. Óyfirfarnar niðurstöður benda til að stærð hans hafi verið á bilinu 2,8 – 3 stig. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, á Laugavegi og í Breiðholti. 25.1.2013 01:54 Vísindin gætu geymt lausnina í einu stærsta hagsmunamáli Íslands Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. 24.1.2013 23:16 Kynþokkalist eða klám? Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. 24.1.2013 20:56 Destiny's Child spila í hálfleik á Super Bowl Nú er það komið á hreint hvaða listamenn skemmta í hálfleik á Super Bowl sem fer fram á sunnudagskvöldið 3. febrúar. Hálfleiks-skemmtunin er ein sú stærsta í heimi og margir sem vaka fram eftir einungis til að sjá sýninguna. 24.1.2013 22:43 Í mál við Subway - brjálaðir yfir 2,5 cm Tveir menn frá New Jersey í Bandaríkjunum hafa farið í mál við skyndibitakeðjuna Subway en þeir segja að bátarnir sem þeir keyptu á dögunum séu alltof litlir. 24.1.2013 20:50 Bílvelta á Hringbraut Umferðarslys varð á Hringbraut við Njarðargötu á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lentu tveir bílar saman og lenti annar þeirra á hliðinni. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Lögreglan rannsakar nú slysið. 24.1.2013 20:01 Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum Fjögurra bíla árekstur varð efst í Kömbunum á áttunda tímanum í kvöld en erfið færð er á þessum slóðum, mikið slabb og ofankoma. 24.1.2013 19:36 Makríllinn á ekki að fá að éta frítt í lögsögu Íslands Makríldeila Íslendinga er komin í alþjóðlegt sviðsljós sem helsta dæmi um árekstra sem verða á milli ríkja vegna hlýnunar hafsins. Ræða Steingríms J. Sigfússonar á Norðurslóðaráðstefnu í Noregi vakti mikla athygli og sjálfur telur hann málstað Íslands styrkjast þegar deilan er sett í þetta samhengi. Ráðstefnan stendur yfir alla þessa viku í Tromsö og sækja hana um eitt þúsund manns, þeirra á meðal utanríkisráðherrar Noregs og Svíþjóðar, og sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. 24.1.2013 19:19 Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni við Kaplakrika á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkralið var sent á staðinn og drógu kranabílar tvær bifreiðar á brott. Reykjanesbrautinni var lokað um tíma vegna slyssins en engin slys urðu á fólki. 24.1.2013 18:06 Tók myndir af nöktum stúlkum í ljósabekk Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um þrítugt í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur fjórtán ára stúlkum. Maðurinn játaði að hafa tekið ljósmyndir af þeim nöktum í ljósabekk á sólbaðsstofu án þeirra vitneskju. 24.1.2013 17:41 Sleppur við gæsluvarðhald þrátt fyrir ásökun um barnaníð Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði því að maður, sem sakaði tvær sjö ára stelpur um að hnupla sælgæti úr verslun og nam þær brott í bíl sínum skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur játað að hafa ekið með þær á afvikinn stað þar sem hann strauk þeim utanklæða á læri og kvið og kyssti aðra þeirra á kinnina. Í dómnum segir að maðurinn virðist hafa hætt þegar stúlkurnar sýndu merki um hræðslu og ók þeim aftur á sinn stað. 24.1.2013 17:01 Björn dæmdur fyrir meiðyrði en sýknaður af miskabótakröfu Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. 24.1.2013 16:44 12% fall á hlutabréfum í Apple Verð á hlutabréfum í tæknirisanum Apple féll um 12% við opnun markaða á Wall Street í dag. 24.1.2013 16:44 Þrjú ár fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir fíkniefnasmyglaranum Loga Má Hermannssyni sem var dæmdur á síðasta ári í 3 ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 4 kílóum af amfetamíni frá Danmörku til Íslands árið 2009 ásamt fjórum öðrum. 24.1.2013 16:39 Kraumandi gambri í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi lagði í dag hald á 200 lítra af gambra og 50 lítra af landa á heimili manns í Grímsnesi. 24.1.2013 16:16 Vill byrja að reisa mosku næsta sumar "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. 24.1.2013 16:02 Twitter býður upp á myndbandatíst Dick Costolo, framkvæmdastjóri samskiptamiðilsins Twitter, hefur birt fyrsta myndbandatístið í sögu miðilsins. 24.1.2013 16:00 Heimspressan fylgist með hundi taka hest í gönguferð Upptaka frá Sotra í Hordaland sýnir hvernig hundurinn Elías tekur stjórnina og fer með hest í góðan göngutúr þegar dýrin tvö eru úti með eiganda sínum. Hesturinn lætur sér fátt um finnast og er lang spenntastur fyrir að fá sér grænt gras að bíta. Hann sýnir jafnvel smá mótrþóa en hundurinn gefst ekki upp. Myndin af hestinum fór á YouTube í september 2011 en undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að sýna það við miklar vinsældir. 24.1.2013 15:51 Vill rannsaka ættartengsl skilanefndarmanna Persónuvernd hefur borist ósk um leyfi til notkunar á ótilgreindum ættfræðigrunni til að rekja ættir manna í skilanefndum. 24.1.2013 15:26 Lögðu hald á 140 vopn á síðasta ári Tollgæslan lagði hald á samtals 140 vopn af ýmsum tegundum á nýliðnu ári, 2012. 24.1.2013 15:22 Sjö ofbeldismanna leitað í fjórum ofbeldismálum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að að sjö ofbeldismönnum vegna rannsóknar á fjórum líkamsárásum, sem komið hafa til kasta lögreglu á örfáum dögum. 24.1.2013 15:16 Vill stuðla að því að Hafnarfjörður eignist St. Jósefsspítala Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vill stuðla að því að Hafnarfjarðarbær eignist St. Jósefsspítala ef áhugi er fyrir hendi hjá sveitarfélaginu sjálfu til þess að eignast húsnæðið. 24.1.2013 15:10 Íranssenan skrifuð út "Hann hefur ekki séð nýjustu útgáfu handritsins,“ segir þingkonan Birgitta Jónsdóttir um ummæli Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, en hann gagnrýnir handrit væntanlegrar kvikmyndar sem fjallar um þessi umdeildu samtök. 24.1.2013 14:17 50 vitni kölluð fyrir dóminn í al-Thani málinu Sérstakur saksóknari gerir ráð fyrir að 50 vitni koma fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í al-Thani málinu fer fram. Aðalmeðferðin hefst þann 11. febrúar næstkomandi. Reynt verður að kalla Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani til vitnis. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag. Þar voru lögð fram gögn í málinu. Einnig gerði héraðsdómari grein fyrir því að Ingimundur Einarsson og Magnús Benediktsson yrðu meðdómarar. 24.1.2013 13:50 Makar ráðherra fengu listamannalaun Tveir makar sitjandi ráðherra fengu úthlutuð listamannalaun í ár, en það eru þau Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur forsætiráðherra, og Bjarni Bjarnason, eiginmaður Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra. 24.1.2013 13:49 Söngveðrið brást Beyoncé Sálarsöngkonan Aretha Franklin segist skilja hvers vegna Beyoncé tók þá ákvörðun að "mæma“ flutning sinn á þjóðsöng Bandaríkjanna við vígsluathöfn Obama forseta á mánudag. 24.1.2013 12:46 Nýtt myndband Of Monsters and Men frumsýnt Íslenska hljómsveitin Of Monsters and men hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið King And Lionheart. 24.1.2013 12:18 Norðlensku netníðingarnir opna nýja síðu til þess að niðurlægja konur Norðlensku netníðingarnir halda áfram en þeir hafa opnað nýja síðu þar sem gert er út á niðurlægjandi framkomu gagnvart konum. 24.1.2013 11:57 Stakk sér í sjóinn á stuttbuxunum Hafsögubátur frá Reykjavíkurhöfn bjargaði karlmanni úr sjónum rétt utan við Snorrabraut í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sáu sjónarvottar manninn koma hlaupandi yfir Sæbraut á stuttbuxum einum fata og hlaupa í átt til hafs. 24.1.2013 11:50 Rannsókn líkamsárásarmáls komin 227 daga fram yfir viðmiðunartíma Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. 24.1.2013 11:44 Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hilla féll á höfuð þess Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hillusamstæða féll á höfuð þess á þriðjudaginn. Atvik voru þannig að í hillusamstæðunni eru skúffur þar sem börnin geyma þá hluti sem þau hafa með sér í leikskólann. Börnin voru að reyna að draga eina skúffuna fram þegar atvikið varð en hún stóð á sér. Þá var togað með nokkru afli í skúffuna sem var til þess að hillusamstæðan hrundi á höfuðið á barninu. Vegna þess hve viðkvæmt málið er hefur Vísir ákveðið að greina ekki frá því hvaða leikskóli á þarna í hlut, að öðru leyti en því að hann er staðsettur í úthverfi Reykjavíkurborgar. 24.1.2013 11:34 78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. 24.1.2013 11:08 Hækkanir á opinberri þjónustu valda verðbólgu Opinber þjónusta hefur hækkað um ríflega 35% frá árinu 2008 auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á þessum vörum á tímabilinu. Áætla má að hækkanir á opinberum álögum hafi á síðustu árum hækkað verðlag hér á landi um 5-6%. Þetta kemur fram í greinargerð frá ASÍ. 24.1.2013 11:04 Hlutfallslega fleiri konur látast af völdum reykinga Miklu meiri líkur eru á að konur sem reykja nú til dags látist af völdum reykinganna en var fyrir fjörutíu árum síðan. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtust í blaðinu New England Journal of Medicine. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er núna jafn líklegt að konur látist af völdum reykinga og karlar. Í rannsókninni voru skoðuð gögn sem fengin voru frá um tveimur milljónum kvenna í Bandaríkjunum. Læknaskýrslur frá árunum 2000-2010 sýna að konur sem reykja eru 25 falt líklegri til að deyja úr lungnakrabba en konur sem ekki reykja. 24.1.2013 09:53 Netníðingarnir sem þykjast betri en konur meðal annars frá Húsavík Búið er að finna þá einstaklinga sem stóðu að baki Facebook-síðunni "Karlar eru betri en konur". Samkvæmt norðlenska fréttablaðinu, Akureyri vikublað, þá fann Þórlaug Ágústsdóttr með aðstoð félaga sinna, þá sem stóðu að baki síðunni, sem miðaði að því að gera lítið úr konum. 24.1.2013 09:51 Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. 24.1.2013 09:35 Hundrað verksmiðjur Volkswagen Volkswagen opnaði sína hundruðustu verksmiðju nýlega í Mexíkó. Í henni verða framleiddar 330.000 vélar í Volkswagen bíla. Þetta er langt frá því eins verksmiðja Volkswagen í Mexíkó því það í landi er nú smíðaðir 600.000 Volkswagen bílar á ári. Volkswagen er þó ekki hætt að fjárfesta í N-Ameríku því áætlanir fyrirtækisins hljóða uppá frekari fjárfestingar fyrir 645 milljarða króna á næstu 5 árum þar. Starfsfólk Volkswagen í heiminum öllum er nú rétt um 500.000 talsins, ríflega helmingi fleiri en allir vinnufærir Íslendingar. 24.1.2013 09:15 Aðalmeðferð hefst í nauðgunarmálinu Aðalmeðferð í máli fimm manna sem sakaðir eru um að hafa nauðgað ungri konu í strætisvagni í Nýju Delí á Indlandi í desember síðastliðnum hófst í dag. 24.1.2013 08:58 Alelda bíll við Frakkastíg Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf sjö í morgun þar sem vegfarandi hafði tilkynnt um logandi fólksbíl neðarlega við Frakkastíg. 24.1.2013 07:55 Íbúðalánasjóður stofnar leigufélag Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur gengið frá stofnun sjálfstæðs leigufélags, sem yfirtekur og rekur rúmlega 520 fasteignir sjóðsins um land allt. 24.1.2013 07:53 Sjá næstu 50 fréttir
Ólétt kona á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur Þunguð kona var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir að fjórir bílar lentu í hörðum árekstri efst í Kömbum á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. 25.1.2013 06:27
Náði fyrstu myndinni af Oslóarúlfinum Náðst hefur mynd af úlfi sem heldur til í grennd við Osló í Noregi. Úlfur þessi hefur verið eitt helsta umtalsefni borgarbúa undanfarna daga enda tegundin talin útdauð á svæðinu í 200 ár. 25.1.2013 06:24
Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. 25.1.2013 06:00
Boða fleiri tilraunir með kjarnavopn Norður-Kóreumenn boða fleiri tilraunir með kjarnorkusprengingar og flugskeyti, þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir sem bitna harkalega á bágum efnahag þjóðarinnar. 25.1.2013 06:00
Óttast áhlaup uppreisnarmanna Íbúar í bænum Mopti í Malí hafa gripið til vopna og búið sig undir áhlaup íslamskra uppreisnarmanna. 25.1.2013 06:00
Jarðskjálfti við Keili Jarðskjálfti varð rétt við höfuðborgarsvæðið um tuttugu mínútur fyrir eitt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur út fyrir að upptök hans hafi verið um fimm kílómetrum austur af Keili. Óyfirfarnar niðurstöður benda til að stærð hans hafi verið á bilinu 2,8 – 3 stig. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, á Laugavegi og í Breiðholti. 25.1.2013 01:54
Vísindin gætu geymt lausnina í einu stærsta hagsmunamáli Íslands Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. 24.1.2013 23:16
Kynþokkalist eða klám? Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. 24.1.2013 20:56
Destiny's Child spila í hálfleik á Super Bowl Nú er það komið á hreint hvaða listamenn skemmta í hálfleik á Super Bowl sem fer fram á sunnudagskvöldið 3. febrúar. Hálfleiks-skemmtunin er ein sú stærsta í heimi og margir sem vaka fram eftir einungis til að sjá sýninguna. 24.1.2013 22:43
Í mál við Subway - brjálaðir yfir 2,5 cm Tveir menn frá New Jersey í Bandaríkjunum hafa farið í mál við skyndibitakeðjuna Subway en þeir segja að bátarnir sem þeir keyptu á dögunum séu alltof litlir. 24.1.2013 20:50
Bílvelta á Hringbraut Umferðarslys varð á Hringbraut við Njarðargötu á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lentu tveir bílar saman og lenti annar þeirra á hliðinni. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Lögreglan rannsakar nú slysið. 24.1.2013 20:01
Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum Fjögurra bíla árekstur varð efst í Kömbunum á áttunda tímanum í kvöld en erfið færð er á þessum slóðum, mikið slabb og ofankoma. 24.1.2013 19:36
Makríllinn á ekki að fá að éta frítt í lögsögu Íslands Makríldeila Íslendinga er komin í alþjóðlegt sviðsljós sem helsta dæmi um árekstra sem verða á milli ríkja vegna hlýnunar hafsins. Ræða Steingríms J. Sigfússonar á Norðurslóðaráðstefnu í Noregi vakti mikla athygli og sjálfur telur hann málstað Íslands styrkjast þegar deilan er sett í þetta samhengi. Ráðstefnan stendur yfir alla þessa viku í Tromsö og sækja hana um eitt þúsund manns, þeirra á meðal utanríkisráðherrar Noregs og Svíþjóðar, og sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. 24.1.2013 19:19
Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni við Kaplakrika á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkralið var sent á staðinn og drógu kranabílar tvær bifreiðar á brott. Reykjanesbrautinni var lokað um tíma vegna slyssins en engin slys urðu á fólki. 24.1.2013 18:06
Tók myndir af nöktum stúlkum í ljósabekk Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um þrítugt í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur fjórtán ára stúlkum. Maðurinn játaði að hafa tekið ljósmyndir af þeim nöktum í ljósabekk á sólbaðsstofu án þeirra vitneskju. 24.1.2013 17:41
Sleppur við gæsluvarðhald þrátt fyrir ásökun um barnaníð Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði því að maður, sem sakaði tvær sjö ára stelpur um að hnupla sælgæti úr verslun og nam þær brott í bíl sínum skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur játað að hafa ekið með þær á afvikinn stað þar sem hann strauk þeim utanklæða á læri og kvið og kyssti aðra þeirra á kinnina. Í dómnum segir að maðurinn virðist hafa hætt þegar stúlkurnar sýndu merki um hræðslu og ók þeim aftur á sinn stað. 24.1.2013 17:01
Björn dæmdur fyrir meiðyrði en sýknaður af miskabótakröfu Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. 24.1.2013 16:44
12% fall á hlutabréfum í Apple Verð á hlutabréfum í tæknirisanum Apple féll um 12% við opnun markaða á Wall Street í dag. 24.1.2013 16:44
Þrjú ár fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir fíkniefnasmyglaranum Loga Má Hermannssyni sem var dæmdur á síðasta ári í 3 ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 4 kílóum af amfetamíni frá Danmörku til Íslands árið 2009 ásamt fjórum öðrum. 24.1.2013 16:39
Kraumandi gambri í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi lagði í dag hald á 200 lítra af gambra og 50 lítra af landa á heimili manns í Grímsnesi. 24.1.2013 16:16
Vill byrja að reisa mosku næsta sumar "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. 24.1.2013 16:02
Twitter býður upp á myndbandatíst Dick Costolo, framkvæmdastjóri samskiptamiðilsins Twitter, hefur birt fyrsta myndbandatístið í sögu miðilsins. 24.1.2013 16:00
Heimspressan fylgist með hundi taka hest í gönguferð Upptaka frá Sotra í Hordaland sýnir hvernig hundurinn Elías tekur stjórnina og fer með hest í góðan göngutúr þegar dýrin tvö eru úti með eiganda sínum. Hesturinn lætur sér fátt um finnast og er lang spenntastur fyrir að fá sér grænt gras að bíta. Hann sýnir jafnvel smá mótrþóa en hundurinn gefst ekki upp. Myndin af hestinum fór á YouTube í september 2011 en undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að sýna það við miklar vinsældir. 24.1.2013 15:51
Vill rannsaka ættartengsl skilanefndarmanna Persónuvernd hefur borist ósk um leyfi til notkunar á ótilgreindum ættfræðigrunni til að rekja ættir manna í skilanefndum. 24.1.2013 15:26
Lögðu hald á 140 vopn á síðasta ári Tollgæslan lagði hald á samtals 140 vopn af ýmsum tegundum á nýliðnu ári, 2012. 24.1.2013 15:22
Sjö ofbeldismanna leitað í fjórum ofbeldismálum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að að sjö ofbeldismönnum vegna rannsóknar á fjórum líkamsárásum, sem komið hafa til kasta lögreglu á örfáum dögum. 24.1.2013 15:16
Vill stuðla að því að Hafnarfjörður eignist St. Jósefsspítala Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vill stuðla að því að Hafnarfjarðarbær eignist St. Jósefsspítala ef áhugi er fyrir hendi hjá sveitarfélaginu sjálfu til þess að eignast húsnæðið. 24.1.2013 15:10
Íranssenan skrifuð út "Hann hefur ekki séð nýjustu útgáfu handritsins,“ segir þingkonan Birgitta Jónsdóttir um ummæli Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, en hann gagnrýnir handrit væntanlegrar kvikmyndar sem fjallar um þessi umdeildu samtök. 24.1.2013 14:17
50 vitni kölluð fyrir dóminn í al-Thani málinu Sérstakur saksóknari gerir ráð fyrir að 50 vitni koma fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í al-Thani málinu fer fram. Aðalmeðferðin hefst þann 11. febrúar næstkomandi. Reynt verður að kalla Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani til vitnis. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag. Þar voru lögð fram gögn í málinu. Einnig gerði héraðsdómari grein fyrir því að Ingimundur Einarsson og Magnús Benediktsson yrðu meðdómarar. 24.1.2013 13:50
Makar ráðherra fengu listamannalaun Tveir makar sitjandi ráðherra fengu úthlutuð listamannalaun í ár, en það eru þau Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur forsætiráðherra, og Bjarni Bjarnason, eiginmaður Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra. 24.1.2013 13:49
Söngveðrið brást Beyoncé Sálarsöngkonan Aretha Franklin segist skilja hvers vegna Beyoncé tók þá ákvörðun að "mæma“ flutning sinn á þjóðsöng Bandaríkjanna við vígsluathöfn Obama forseta á mánudag. 24.1.2013 12:46
Nýtt myndband Of Monsters and Men frumsýnt Íslenska hljómsveitin Of Monsters and men hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið King And Lionheart. 24.1.2013 12:18
Norðlensku netníðingarnir opna nýja síðu til þess að niðurlægja konur Norðlensku netníðingarnir halda áfram en þeir hafa opnað nýja síðu þar sem gert er út á niðurlægjandi framkomu gagnvart konum. 24.1.2013 11:57
Stakk sér í sjóinn á stuttbuxunum Hafsögubátur frá Reykjavíkurhöfn bjargaði karlmanni úr sjónum rétt utan við Snorrabraut í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sáu sjónarvottar manninn koma hlaupandi yfir Sæbraut á stuttbuxum einum fata og hlaupa í átt til hafs. 24.1.2013 11:50
Rannsókn líkamsárásarmáls komin 227 daga fram yfir viðmiðunartíma Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. 24.1.2013 11:44
Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hilla féll á höfuð þess Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hillusamstæða féll á höfuð þess á þriðjudaginn. Atvik voru þannig að í hillusamstæðunni eru skúffur þar sem börnin geyma þá hluti sem þau hafa með sér í leikskólann. Börnin voru að reyna að draga eina skúffuna fram þegar atvikið varð en hún stóð á sér. Þá var togað með nokkru afli í skúffuna sem var til þess að hillusamstæðan hrundi á höfuðið á barninu. Vegna þess hve viðkvæmt málið er hefur Vísir ákveðið að greina ekki frá því hvaða leikskóli á þarna í hlut, að öðru leyti en því að hann er staðsettur í úthverfi Reykjavíkurborgar. 24.1.2013 11:34
78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. 24.1.2013 11:08
Hækkanir á opinberri þjónustu valda verðbólgu Opinber þjónusta hefur hækkað um ríflega 35% frá árinu 2008 auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á þessum vörum á tímabilinu. Áætla má að hækkanir á opinberum álögum hafi á síðustu árum hækkað verðlag hér á landi um 5-6%. Þetta kemur fram í greinargerð frá ASÍ. 24.1.2013 11:04
Hlutfallslega fleiri konur látast af völdum reykinga Miklu meiri líkur eru á að konur sem reykja nú til dags látist af völdum reykinganna en var fyrir fjörutíu árum síðan. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtust í blaðinu New England Journal of Medicine. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er núna jafn líklegt að konur látist af völdum reykinga og karlar. Í rannsókninni voru skoðuð gögn sem fengin voru frá um tveimur milljónum kvenna í Bandaríkjunum. Læknaskýrslur frá árunum 2000-2010 sýna að konur sem reykja eru 25 falt líklegri til að deyja úr lungnakrabba en konur sem ekki reykja. 24.1.2013 09:53
Netníðingarnir sem þykjast betri en konur meðal annars frá Húsavík Búið er að finna þá einstaklinga sem stóðu að baki Facebook-síðunni "Karlar eru betri en konur". Samkvæmt norðlenska fréttablaðinu, Akureyri vikublað, þá fann Þórlaug Ágústsdóttr með aðstoð félaga sinna, þá sem stóðu að baki síðunni, sem miðaði að því að gera lítið úr konum. 24.1.2013 09:51
Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. 24.1.2013 09:35
Hundrað verksmiðjur Volkswagen Volkswagen opnaði sína hundruðustu verksmiðju nýlega í Mexíkó. Í henni verða framleiddar 330.000 vélar í Volkswagen bíla. Þetta er langt frá því eins verksmiðja Volkswagen í Mexíkó því það í landi er nú smíðaðir 600.000 Volkswagen bílar á ári. Volkswagen er þó ekki hætt að fjárfesta í N-Ameríku því áætlanir fyrirtækisins hljóða uppá frekari fjárfestingar fyrir 645 milljarða króna á næstu 5 árum þar. Starfsfólk Volkswagen í heiminum öllum er nú rétt um 500.000 talsins, ríflega helmingi fleiri en allir vinnufærir Íslendingar. 24.1.2013 09:15
Aðalmeðferð hefst í nauðgunarmálinu Aðalmeðferð í máli fimm manna sem sakaðir eru um að hafa nauðgað ungri konu í strætisvagni í Nýju Delí á Indlandi í desember síðastliðnum hófst í dag. 24.1.2013 08:58
Alelda bíll við Frakkastíg Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf sjö í morgun þar sem vegfarandi hafði tilkynnt um logandi fólksbíl neðarlega við Frakkastíg. 24.1.2013 07:55
Íbúðalánasjóður stofnar leigufélag Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur gengið frá stofnun sjálfstæðs leigufélags, sem yfirtekur og rekur rúmlega 520 fasteignir sjóðsins um land allt. 24.1.2013 07:53