Innlent

Jarðskjálfti við Keili

JHH skrifar
Jarðskjálfti varð rétt við höfuðborgarsvæðið um tuttugu mínútur fyrir eitt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur út fyrir að upptök hans hafi verið um fimm kílómetrum austur af Keili. Óyfirfarnar niðurstöður benda til að stærð hans hafi verið á bilinu 2,8 – 3 stig. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, á Laugavegi og í Breiðholti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×