Innlent

Ólétt kona á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur

Þunguð kona var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir að fjórir bílar lentu í hörðum árekstri efst í Kömbum á Suðurlandsvegi í gærkvöldi.

Konan var ekki mikið meidd og að rannsókn lokinni var talið að fóstrið hafi ekki hlotið skaða af.

Aðrir sluppu lítið sem ekkert meiddir, en allir bílarnir eru stór skemmdir og þurfti að fjárlægja þá með kranabílum.

Afleitt skyggni var þegar þetta gerðist, og krapi og hálka á veginum. Ekki er vitað um frekari óhöpp á Hellisheiði í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×