Vill byrja að reisa mosku næsta sumar 24. janúar 2013 16:02 "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi. „Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira