Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 09:35 Misstórir fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins á dögunum. Mynd/Vilhelm Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga. Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga.
Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent