Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 09:35 Misstórir fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins á dögunum. Mynd/Vilhelm Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga. Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga.
Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent