Kynþokkalist eða klám? Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2013 20:56 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. Í kjölfar samráðsferlis fyrr í haust skilaði starfshópur þriggja ráðuneyta tillögum til innanríkisráðherra. Í fyrsta lagi að fela refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum sem þrengi og skerpi skilgreinu á klámi. Í öðru lagi að skipa starfshóp til að fara yfir lagaleg úrræði vegna kláms á netinu og í þriðja lagi að beita sér fyrir því að lögregla hafi nægileg úrræði til að fylgja eftir löggjöf um bann við klámi. Birting, framleiðsla og dreifing kláms er refsiverð samkvæmt 210. gr. hegningarlaga. Fá mál koma hins vegar upp hjá lögreglu ár hvert vegna ákvæðisins, en miklu virkari refsivarsla er þegar barnaklám er annars vegar, en sérstök ákvæði laganna gilda um það. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur þegar falið refsiréttarnefnd að vinna frumvarp sem skerpi á skilgreiningu kláms, en Róbert Spanó, lagaprófessor, stýrir nefndinni. Samkvæmt umboði nefndarinnar á ný skilgreining klámhugtaksins að taka mið af norsku hegningarlögunum. Lagt er til að nefndin fjalli um hvort ástæða sé til að bann nái einnig til vörslu kláms líkt og gildir um klám sem sýnir misnotkun barna (barnaklám.) En hvað er klám? Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi prófessor í refsirétti, hefur sagt að hugtakið klám sé bæði „loðið og teygjanlegt" en ummælin eru eignuð Thor Vilhjálmssyni heitnum, rithöfundi. „Það er staðreynd að klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum, en það skortir á skilgreiningar svo bannið verði eitthvað annað en orðin tóm. (...) Kannanir sýna að börn eru að meðaltali á 11 ára aldri þegar þau komast í kynni við mjög ofbeldisfullt klám og það er ekki efni sem þau velja sjálf, heldur er þröngvað inn í þennan heim," segir Ögmundur. Hann segir að þetta sé aðal tilgangurinn, að vernda börn gegn óæskilegu og skaðlegu efni. Þegar hann er spurður "Hvað er klám?" segir Ögmundur að það sé hlutverk refsiréttarnefndar að afmarka það. Þess vegna hafi hann falið nefndinni að skoða málið. En er yfirleitt tæknilega mögulegt að gera vörslu kláms refsiverða, eins og ráðherrann vill láta skoða? Ögmundur segir að það sé sérfræðinga á sviði tækni að meta hvort yfirleitt sé hægt að sporna gegn vörslu kláms og vill ekki svara því beint hvort hann telji að það sé hægt. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Óttari Ragnarssyni (H1990:1103) vegna sýningar á klámmyndum á Stöð 2 var vitnað í skilgreiningu Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Þar segir: „Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar." Jón Óttar var sakfelldur og þurfti að greiða sekt fyrir brot á 210. gr. hegningarlaga. Fræðimenn í lögfræði hafa í gegnum tíðina talið skilin milli kynþokkalistar og kláms óglögg. Ef notuð er framangreind skilgreining má ekki vera til staðar auðgunartilgangur, sem þýðir í raun að nær allt klámefni sem framleitt er fellur undir hugtakið. Úttekt refsiréttarnefndar á klámhugtakinu í hegningarlögum á að ljúka síðar á þessu ári og mun þá nefndin skila umsögn um málið til ráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. Í kjölfar samráðsferlis fyrr í haust skilaði starfshópur þriggja ráðuneyta tillögum til innanríkisráðherra. Í fyrsta lagi að fela refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum sem þrengi og skerpi skilgreinu á klámi. Í öðru lagi að skipa starfshóp til að fara yfir lagaleg úrræði vegna kláms á netinu og í þriðja lagi að beita sér fyrir því að lögregla hafi nægileg úrræði til að fylgja eftir löggjöf um bann við klámi. Birting, framleiðsla og dreifing kláms er refsiverð samkvæmt 210. gr. hegningarlaga. Fá mál koma hins vegar upp hjá lögreglu ár hvert vegna ákvæðisins, en miklu virkari refsivarsla er þegar barnaklám er annars vegar, en sérstök ákvæði laganna gilda um það. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur þegar falið refsiréttarnefnd að vinna frumvarp sem skerpi á skilgreiningu kláms, en Róbert Spanó, lagaprófessor, stýrir nefndinni. Samkvæmt umboði nefndarinnar á ný skilgreining klámhugtaksins að taka mið af norsku hegningarlögunum. Lagt er til að nefndin fjalli um hvort ástæða sé til að bann nái einnig til vörslu kláms líkt og gildir um klám sem sýnir misnotkun barna (barnaklám.) En hvað er klám? Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi prófessor í refsirétti, hefur sagt að hugtakið klám sé bæði „loðið og teygjanlegt" en ummælin eru eignuð Thor Vilhjálmssyni heitnum, rithöfundi. „Það er staðreynd að klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum, en það skortir á skilgreiningar svo bannið verði eitthvað annað en orðin tóm. (...) Kannanir sýna að börn eru að meðaltali á 11 ára aldri þegar þau komast í kynni við mjög ofbeldisfullt klám og það er ekki efni sem þau velja sjálf, heldur er þröngvað inn í þennan heim," segir Ögmundur. Hann segir að þetta sé aðal tilgangurinn, að vernda börn gegn óæskilegu og skaðlegu efni. Þegar hann er spurður "Hvað er klám?" segir Ögmundur að það sé hlutverk refsiréttarnefndar að afmarka það. Þess vegna hafi hann falið nefndinni að skoða málið. En er yfirleitt tæknilega mögulegt að gera vörslu kláms refsiverða, eins og ráðherrann vill láta skoða? Ögmundur segir að það sé sérfræðinga á sviði tækni að meta hvort yfirleitt sé hægt að sporna gegn vörslu kláms og vill ekki svara því beint hvort hann telji að það sé hægt. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Óttari Ragnarssyni (H1990:1103) vegna sýningar á klámmyndum á Stöð 2 var vitnað í skilgreiningu Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Þar segir: „Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar." Jón Óttar var sakfelldur og þurfti að greiða sekt fyrir brot á 210. gr. hegningarlaga. Fræðimenn í lögfræði hafa í gegnum tíðina talið skilin milli kynþokkalistar og kláms óglögg. Ef notuð er framangreind skilgreining má ekki vera til staðar auðgunartilgangur, sem þýðir í raun að nær allt klámefni sem framleitt er fellur undir hugtakið. Úttekt refsiréttarnefndar á klámhugtakinu í hegningarlögum á að ljúka síðar á þessu ári og mun þá nefndin skila umsögn um málið til ráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira