Innlent

Kraumandi gambri í Grímsnesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd úr safni
Lögreglan á Selfossi lagði í dag hald á 200 lítra af gambra og 50 lítra af landa á heimili manns í Grímsnesi.

Lögreglan gerði húsleit á heimilinu vegna gruns um að maðurinn stæði í áfengisframleiðslu sem fékkst staðfest. Landinn var um 30 prósent að styrkleika en athygli vakti að enn kraumaði í gambranum enda var um nýlega lögn að ræða.

Lögreglan lagði einnig hald á eimingartæki og önnur tól sem notuð voru til framleiðslunnar. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að lögreglan á Selfossi hafi fengið ábendingar að undanförnu vegna landaframleiðslu og fíkniefnaræktunar.

Allar frekari ábendingar má veita lögreglu í síma 480-1010. Lögreglan minnir á að stundum sé mikill sóðaskapur við framleiðslu sem þessa og mikil hætta á ferðum fyrir þá sem neyta drykkjanna eða efna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×