Hækkanir á opinberri þjónustu valda verðbólgu JHH skrifar 24. janúar 2013 11:04 Hækkanir á leikskólagjöldum hafa verið verulegar. Opinber þjónusta hefur hækkað um ríflega 35% frá árinu 2008 auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á þessum vörum á tímabilinu. Áætla má að hækkanir á opinberum álögum hafi á síðustu árum hækkað verðlag hér á landi um 5-6%. Þetta kemur fram í greinargerð frá ASÍ. Þar segir að breytingar á álögum sveitarfélaga hafi umtalsverð áhrif á verðlag. Þar má nefna að gjaldskrár leik- og grunnskóla hafa hækkað mikið á undanförnum árum en skv. vísitölu neysluverðs hækkuðu leikskólagjöld um 35% á árunum 2008-2012 og síðdegisvist í grunnskólum um 36%. Þá segir að álögur sveitarfélaganna á fasteignaeigendur hafi hækkað mikið undanfarin ár. Gjöld fyrir sorphirðu hækkuðu um 50% á árunum 2008-2012, holræsagjöld um ríflega 60%, vatnsgjöld um tæplega þriðjung og rafmagn og hiti um 66% á sama tímabili. Samanlagt hafa þessi gjöld áhrif til hækkunar á verðlagi um ríflega 2% á tímabilinu. Í janúar 2010 hækkaði efra þrep virðisaukaskatts úr 24,5% í 25,5%. Ætla má að sú hækkun hafi skilað sér í um 0,2% hækkun á verðlagi í upphafi árs 2010. Ríkið leggur auk virðisaukaskatts sérstakar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak sem hækkuðu fimm sinnum á árunum 2008-2012. Í heildina hækkaði verð á áfengi og tóbaki um ríflega 67% á tímabilinu en rekja má um 30% hækkun til hækkana á áfengis- og tóbaksgjaldi. Verð á bensíni og olíu hækkaði um tæplega 87% á árunum 2008-2012 en rekja má um 32% hækkun til hækkana á bensín- og olíugjaldi. Samanlagt hafa auknar álögur ríkisins á áfengi, tóbak, bensín og olíu hækkað verðlag um 2% á tímabilinu. Þá hækkuðu gjaldskrár heilbrigðisþjónustunnar um ríflega þriðjung á árunum 2008-2012 en sú hækkun hefur áhrif til hækkunar á verðlagi um 0,5% á tímabilinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Opinber þjónusta hefur hækkað um ríflega 35% frá árinu 2008 auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á þessum vörum á tímabilinu. Áætla má að hækkanir á opinberum álögum hafi á síðustu árum hækkað verðlag hér á landi um 5-6%. Þetta kemur fram í greinargerð frá ASÍ. Þar segir að breytingar á álögum sveitarfélaga hafi umtalsverð áhrif á verðlag. Þar má nefna að gjaldskrár leik- og grunnskóla hafa hækkað mikið á undanförnum árum en skv. vísitölu neysluverðs hækkuðu leikskólagjöld um 35% á árunum 2008-2012 og síðdegisvist í grunnskólum um 36%. Þá segir að álögur sveitarfélaganna á fasteignaeigendur hafi hækkað mikið undanfarin ár. Gjöld fyrir sorphirðu hækkuðu um 50% á árunum 2008-2012, holræsagjöld um ríflega 60%, vatnsgjöld um tæplega þriðjung og rafmagn og hiti um 66% á sama tímabili. Samanlagt hafa þessi gjöld áhrif til hækkunar á verðlagi um ríflega 2% á tímabilinu. Í janúar 2010 hækkaði efra þrep virðisaukaskatts úr 24,5% í 25,5%. Ætla má að sú hækkun hafi skilað sér í um 0,2% hækkun á verðlagi í upphafi árs 2010. Ríkið leggur auk virðisaukaskatts sérstakar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak sem hækkuðu fimm sinnum á árunum 2008-2012. Í heildina hækkaði verð á áfengi og tóbaki um ríflega 67% á tímabilinu en rekja má um 30% hækkun til hækkana á áfengis- og tóbaksgjaldi. Verð á bensíni og olíu hækkaði um tæplega 87% á árunum 2008-2012 en rekja má um 32% hækkun til hækkana á bensín- og olíugjaldi. Samanlagt hafa auknar álögur ríkisins á áfengi, tóbak, bensín og olíu hækkað verðlag um 2% á tímabilinu. Þá hækkuðu gjaldskrár heilbrigðisþjónustunnar um ríflega þriðjung á árunum 2008-2012 en sú hækkun hefur áhrif til hækkunar á verðlagi um 0,5% á tímabilinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira