Innlent

Makar ráðherra fengu listamannalaun

Bjarni Bjarnason þótti of vel kvæntur að mati sumra þegar hann fékk ekki listamannalaun á síðasta ári. Það hefur eitthvaðbreyst, enda fékk hann úthlutað úr sjóðnum þetta árið.
Bjarni Bjarnason þótti of vel kvæntur að mati sumra þegar hann fékk ekki listamannalaun á síðasta ári. Það hefur eitthvaðbreyst, enda fékk hann úthlutað úr sjóðnum þetta árið.
Tveir makar sitjandi ráðherra fengu úthlutuð listamannalaun í ár, en það eru þau Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur forsætiráðherra, og Bjarni Bjarnason, eiginmaður Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra.

Alls bárust 711 umsóknir frá einstaklingum og hópum um starfslaun eða ferðastyrki og var úthlutað til 241 einstaklings og hópa. Til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun. Samkvæmt fjárlögum 2013 eru mánaðarlaunin 301.857 kr.

Jónína hlaut laun í 3 mánuði en Bjarni fær laun í sex mánuði.

Hvorug eru nýgræðingar í bókmenntum en Jónína hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri um tveggja áratuga skeið og þýtt skáldsögur og bækur af öðrum toga. Meðal annars skrifaði hún viðtalsbókina Rósumál við Rósu Ingólfsdóttur árið 1992. Jónína og Jóhanna hafa verið skráðar sem makar frá árinu 2002 samkvæmt vef Alþingis.

Bjarni Bjarnason hefur einnig skrifað fjölda bóka. Hann fékk ekki listamannalaun á síðasta ári, og vakti það nokkra athygli. Meðal annars skrifaði Sigurður A. Magnússon rithöfundur grein í Fréttablaðið í febrúar á síðasta ári þar sem hann ýjaði að því að Bjarni hefði ekki fengið starfslaunin þar sem hann væri of vel kvæntur.

Fjölmargir aðrir listamenn fengu einnig úthlutað úr sjóðnum. Þar á meðal Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður, Víkingur Heiðar Ólafsson, tónlistarmaður og Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×