Norðlensku netníðingarnir opna nýja síðu til þess að niðurlægja konur 24. janúar 2013 11:57 Athugið myndin er úr safni. Norðlensku netníðingarnir halda áfram en þeir hafa opnað nýja síðu þar sem gert er út á niðurlægjandi framkomu gagnvart konum. Áður hélt sami hópurinn úti síðunni Karlar eru betri en konur, en þeirri síðu var lokað skömmu eftir að þeir birtu mynd af nemanum Þórlaugu Ágústsdóttur, sem sýndi hana með áverka á andliti. Á myndinni stóð svo: „konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega." Þema nýju síðunnar er með svipuðum hætti og á þeirri fyrri. Þar má finna naktar konur bundnar og í niðurlægjandi stellingum. Meðal annars þrýstir karlmaður höfði konu niður í gólfið með skósólanum. Þá má finna mikið af niðrandi ummælum um kvenmenn. Meðal annars í lýsingum á síðunni, sem er eftirfarandi: „Stelpuís (betur þekktar sem tussur; femínistatíkur ef þær eru vangefnari) eru heimskari og óæðri kynkjötstykkin kringum leggöngin." Þórlaug Ágústsdóttir upplýsir í viðtali við Akureyri Vikublað að netníðingarnir séu norðlenskir. Meðal annars frá Húsavík. En hún tilkynnti meðal annars málið til barnaverndaryfirvalda á Húsavík. Það gerði hún í upphafi mánaðarins. Svo virðist sem engan bilbug sé að finna á netníðingunum. Meðal annars stofnuðu þeir síðuna umræddu, sem Vísir mun ekki hlekkja á, 6. janúar, eða skömmu eftir að Þórlaug tók til sinna ráða og tilkynnti málið til yfirvalda. Þá bregðast níðingarnir við frétt Akureyri Vikublaðs með þessum hætti á síðu sinni: „Team Iceland er að koma að busta okkur!! Panic!! what to do! what to do!!! sérsveitin að koma að banka upp á dyrnar hjá mér! Ahhhhhhhh". „Það er reyndar ágætt að þeir séu að þessu, enda eru þeir óaðvitandi að leggja til efni til þess að bæta öryggið á Facebook," segir Þórlaug í samtali við Vísi en hún vinnur nú að því í samstarfi við Facebook að efla öryggið á samskiptavefnum. Það gerir hún meðal annars með því að skoða fyrrnefnda síðu sem enn er opin. „Ég ætti nú eiginlega að þakka þeim fyrir það," segir Þórlaug, en Facebook bað hana afsökunar fyrir áramót eftir að fyrirtækið neitaði að fjarlægja myndina af henni. Til þess að bæta fyrir mistökin hóf fyrirtækið samstarf með Þórlaugu svo það sé hægt að bregðast við svona löguðu á samskiptavefnum. Vísir ræddi við móður eins piltsins sem hefur verið tilkynntur til barnaverndaryfirvalda. Hún sagðist ekki kannast við málið, í það minnsta hafði barnaverndaryfirvöld ekki sett sig í samband við hana að eigin sögn. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Norðlensku netníðingarnir halda áfram en þeir hafa opnað nýja síðu þar sem gert er út á niðurlægjandi framkomu gagnvart konum. Áður hélt sami hópurinn úti síðunni Karlar eru betri en konur, en þeirri síðu var lokað skömmu eftir að þeir birtu mynd af nemanum Þórlaugu Ágústsdóttur, sem sýndi hana með áverka á andliti. Á myndinni stóð svo: „konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega." Þema nýju síðunnar er með svipuðum hætti og á þeirri fyrri. Þar má finna naktar konur bundnar og í niðurlægjandi stellingum. Meðal annars þrýstir karlmaður höfði konu niður í gólfið með skósólanum. Þá má finna mikið af niðrandi ummælum um kvenmenn. Meðal annars í lýsingum á síðunni, sem er eftirfarandi: „Stelpuís (betur þekktar sem tussur; femínistatíkur ef þær eru vangefnari) eru heimskari og óæðri kynkjötstykkin kringum leggöngin." Þórlaug Ágústsdóttir upplýsir í viðtali við Akureyri Vikublað að netníðingarnir séu norðlenskir. Meðal annars frá Húsavík. En hún tilkynnti meðal annars málið til barnaverndaryfirvalda á Húsavík. Það gerði hún í upphafi mánaðarins. Svo virðist sem engan bilbug sé að finna á netníðingunum. Meðal annars stofnuðu þeir síðuna umræddu, sem Vísir mun ekki hlekkja á, 6. janúar, eða skömmu eftir að Þórlaug tók til sinna ráða og tilkynnti málið til yfirvalda. Þá bregðast níðingarnir við frétt Akureyri Vikublaðs með þessum hætti á síðu sinni: „Team Iceland er að koma að busta okkur!! Panic!! what to do! what to do!!! sérsveitin að koma að banka upp á dyrnar hjá mér! Ahhhhhhhh". „Það er reyndar ágætt að þeir séu að þessu, enda eru þeir óaðvitandi að leggja til efni til þess að bæta öryggið á Facebook," segir Þórlaug í samtali við Vísi en hún vinnur nú að því í samstarfi við Facebook að efla öryggið á samskiptavefnum. Það gerir hún meðal annars með því að skoða fyrrnefnda síðu sem enn er opin. „Ég ætti nú eiginlega að þakka þeim fyrir það," segir Þórlaug, en Facebook bað hana afsökunar fyrir áramót eftir að fyrirtækið neitaði að fjarlægja myndina af henni. Til þess að bæta fyrir mistökin hóf fyrirtækið samstarf með Þórlaugu svo það sé hægt að bregðast við svona löguðu á samskiptavefnum. Vísir ræddi við móður eins piltsins sem hefur verið tilkynntur til barnaverndaryfirvalda. Hún sagðist ekki kannast við málið, í það minnsta hafði barnaverndaryfirvöld ekki sett sig í samband við hana að eigin sögn.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira