Rannsókn líkamsárásarmáls komin 227 daga fram yfir viðmiðunartíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:44 Árásin átti sér stað í Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal í mars síðastliðnum. Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. Freyja Þorvaldardóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera sleginn í andlitið með hurðarhúni á Hólum í Hjaltadal í mars á liðnu ári. Árásaraðilinn játaði strax sök sína en sjö tennur brotnuðu í munni Freyju sem er búin að missa töluna á þeim aðgerðum sem hún hefur þurft að gangast undir. Freyja sagði í samtali við Vísi í vikunni að leiðinlegt væri fyrir þá, sem verði fyrir árásum á borð við þessa, að þurfa að bíða svo lengi eftir að mál þeirra sé tekið fyrir. „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," sagði Freyja í samtali við Vísi. Fulltrúi rannsóknarlögreglunnar á Akureyri staðfesti við Vísi að málið hefði verið sent embætti Ríkissaksóknara fyrir nokkrum tíma síðan. Í svari Kolbrúnar Benediktsdóttur, saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis, segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um einstök mál. Í svarinu segir þó að öll líkamsrásármál eigi að vera í forgangi og er vísað í fyrirmæli ríkissaksóknara um viðmiðunartíma í því samhengi. Þar kemur fram að í nauðgunarmálum sé miðað við að meðferðartími sé ekki lengri en 60 dagar og 90 dagar í tilfelli líkamsárásarmála. Sá fyrirvari er þó gerður að rannsóknarhagsmunir og sérstakar ástæður geti lengt meðferðartímann. Í máli Freyju liggur þó játning fyrir og fátt sem bendir til þess að lengja hafi þurft meðferðartíma málsins. Í svari ríkissaksóknara segir að mikill málafjöldi og mannekla hafi leitt til þess að embættið geti ekki haldið sér innan þessara viðmiðunarmarka í öllum málum. Árásin átti sér stað þann 12. mars á síðasta ári. Síðan eru liðnir 317 dagar og málið því komið 227 daga fram yfir viðmiðunartíma ríkissaksóknara í líkamsárásarmálum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. Freyja Þorvaldardóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera sleginn í andlitið með hurðarhúni á Hólum í Hjaltadal í mars á liðnu ári. Árásaraðilinn játaði strax sök sína en sjö tennur brotnuðu í munni Freyju sem er búin að missa töluna á þeim aðgerðum sem hún hefur þurft að gangast undir. Freyja sagði í samtali við Vísi í vikunni að leiðinlegt væri fyrir þá, sem verði fyrir árásum á borð við þessa, að þurfa að bíða svo lengi eftir að mál þeirra sé tekið fyrir. „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," sagði Freyja í samtali við Vísi. Fulltrúi rannsóknarlögreglunnar á Akureyri staðfesti við Vísi að málið hefði verið sent embætti Ríkissaksóknara fyrir nokkrum tíma síðan. Í svari Kolbrúnar Benediktsdóttur, saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis, segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um einstök mál. Í svarinu segir þó að öll líkamsrásármál eigi að vera í forgangi og er vísað í fyrirmæli ríkissaksóknara um viðmiðunartíma í því samhengi. Þar kemur fram að í nauðgunarmálum sé miðað við að meðferðartími sé ekki lengri en 60 dagar og 90 dagar í tilfelli líkamsárásarmála. Sá fyrirvari er þó gerður að rannsóknarhagsmunir og sérstakar ástæður geti lengt meðferðartímann. Í máli Freyju liggur þó játning fyrir og fátt sem bendir til þess að lengja hafi þurft meðferðartíma málsins. Í svari ríkissaksóknara segir að mikill málafjöldi og mannekla hafi leitt til þess að embættið geti ekki haldið sér innan þessara viðmiðunarmarka í öllum málum. Árásin átti sér stað þann 12. mars á síðasta ári. Síðan eru liðnir 317 dagar og málið því komið 227 daga fram yfir viðmiðunartíma ríkissaksóknara í líkamsárásarmálum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent