Fleiri fréttir

Brást sem fyrirmynd

Framferði brottrekins bæjarritara á Akranesi hlaut að hafa alvarlegar afleiðingar ítrekar einróma bæjarstjórn í nýrri bókun. Jón Pálmi Pálsson vildi halda starfinu og fá yfirlýsingu um að skoðun hafi sýnt að ekki væri tilefni til frekari aðgerða.

Segir nýtt framboð ekki útilokað

Jón Bjarnason, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í gær, útilokar ekki að bjóða sig fram undir merkjum nýs flokks í komandi kosningum.

Sjá ekki eftir mótmælunum

Þær Nadezhda Tolokonnikova og Anna Alekhina, meðlimir í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot, segjast ekki láta erfiðar aðstæður í vinnubúðunum hafa mikil áhrif á sig.

Netsíur ólíklegar til árangurs gegn klámi

"Tækniútfærslan bak við netsíur sem þessar er illframkvæmanleg,“ segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi, spurður út í hugmyndir Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um aðgerðir og lagasetningu til höfuðs klámvæðingu.

Buðu pólfaranum í mat í Síle

Þegar Suðurskautsfarinn Vilborg Anna Gissurardóttir kom á miðvikudagskvöld til Punta Arenas, syðst í Síle, hitti hún þar fyrir áhöfnina á íslenska rannsóknarskipinu Poseidon.

Stúlkubarn slapp naumlega

Rússneskt myndband fer nú sem eldur um sinu á veraldarvefnum. Þar má sjá þegar eins árs gömul stúlka slapp með undraverðum hætti eftir að hún kastaðist út úr fólksbifreið á fjölförnum vegi.

Tilraunir með fuglaflensu hafnar á ný

Tilraunir með H5N1 fuglaflensuna eru hafnar á ný í Hollandi og í Bandaríkjunum. Þar reyna vísindamenn að stjórna stökkbreytingum veirunnar svo að hún geti smitast milli manna.

Athugasemd við HB-Granda dregin til baka

Fiskistofa hefur dregið til baka athugasemd, sem hún gerði nýverið við HB-Granda, vegna þess að aflahlutdeild fyrirtækisins í heildarkvótanum væri komin yfir 12 prósenta leyfilegt hámark.

Konur berjast í fremstu víglínu

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur aflétt nítján ára gömlu banni við því að konur fái að berjast á fremstu víglínu.

Ekki víst að fanginn hafi verið myrtur

Ekki er víst að dauðdagi Sigurðar Hólm Sigurðssonar, fanga á Litla-Hrauni, hafi verið af mannavöldum. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem dagsett er 26. nóvember 2012.

Rannsaka harða diska í tölvum meintra níðinga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú harða diska í tölvum tveggja manna sem grunaðir eru um barnaníð. Mennirnir voru handteknir í gær en rannsókn á máli þeirra hófst eftir sýningu þáttarins Málsins á Skjáeinum. Mönnunum var sleppt síðdegis í dag eftir skýrslutökur hjá lögreglu. Ekki var tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds þar sem ekki liggja fyrir kærur frá þolendum.

Sigur Rós í beinni línu á Reddit

Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar munu svara spurningum aðdáenda á vefsíðunni reddit.com á morgun. Hljómsvein mun svara spurningum beint úr stúdíói í Los Angeles þar sem þeir vinna nú að nýju efni. Á heimasíðu Sigur Rósar segir að aðdáendum sé frjáls að spyrja að því sem þeim dettur í hug.

Eldur á fjórðu hæð

Eldur kom upp í íbúð á fjórðu hæð að Garðastræti 11 í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru allar stöðvar sendar á staðinn en eftir að fyrstu reykkafarar fóru inn var þeim snúið við þar sem eldurinn var minniháttar. Vel gekk að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. Ekki er vitað hvort að einhver hafi verið í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Frekari breytingar stjórnarskrárfrumvarpinu nauðsynlegar

Frekari breytingar á stjórnarskrárfrumvarpinu eru nauðsynlegar áður en hægt er að samþykkja frumvarpið sem stjórnskipunarlög. Þetta er mat laganefndar Lögmannafélags Íslands. Nefndin gerir margar athugasemdir við efni frumvarpsins.

Karlmenn prófa að "fæða barn“

Tveir hollenskir karlmenn fetuðu nýjar slóðir í þarlendum sjónvarpsþætti á dögunum. Þá fengu þeir að kynnast sársauka sem fylgir hríðum rétt fyrir fæðingu barns.

Mamma, afhverju ertu svona feit?

Þetta byrjaði þegar dóttir mín spurði; ,,Mamma, afhverju ertu svona feit?". Þetta segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir sem hefur ásamt manninum sínum misst 60 kíló og frá því að spurningin var borin upp og stofnuðu á dögunum heimasíðu til að hjálpa fólki við að gera slíkt hið sama.

Stjúpfaðir Eiríks Guðbergs: "DV drap ekki Gísla, hann drap sig sjálfur"

„Ísafjörður er góður bær og það er alveg æðislegt að búa þar. Ég vildi óska þess að einhver hefði sagt eitthvað við mig, ef einhver hefði vitað af þessu - en hvers vegna enginn gerði það, það getur enginn svarað því held ég," segir Stefán Torfi Sigurðsson, stjúpfaðir Eiríks Guðbergs Stefánssonar, sem er annar af þeim tveimur sem kærðu Gísla Hjartarson fyrir kynferðisbrot í desember árið 2005.

Kristjón Þorkelsson látinn

Kristjón Þorkelsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, varð bráðkvaddur í Síerra Leóne sunnudaginn 20. janúar. Kristjón hafði starfað að neyðaraðgerðum fyrir Rauða krossinn vegna kólerufaraldurs í Síerra Leóne síðan í ágúst.

Hver er sjónvarpsmaður ársins 2012?

Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja þann sjónvarpsmann sem þeir telja hafa skarað fram úr á síðasta ári. Hafin er forkosning til Edduverðlauna í flokknum Sjónvarpsmaður ársins og stendur hún til 6. febrúar.

Lögreglan lýstir eftir konunum sem komu Guðjóni til aðstoðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur konum sem komu Guðjóni Guðjónssyni til aðstoðar á Nýbýlavegi í Kópavogi laugardaginn 12. janúar sl. í kjölfar þess að bíl hans, svörtum Mercedes Benz með skráningarnúmerinu B 747, var stolið.

Ólafur Ragnar lét Gordon Brown heyra það

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, heyra það á ráðstefnu um efnahagsmál sem stendur nú yfir í Davos í Sviss.

„Þingflokkurinn vill ekki að ég starfi fyrir sig“

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, las upp yfirlýsingu frá Jóni í upphafi þingstarfa í dag.

Karl Vignir í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karl Vignir Þorsteinsson, sem játað hefur kynferðisbrot, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eða til 20. febrúar. Hann unir úrskurði héraðsdóms. Hann hefur verið í haldi lögreglu frá 8. janúar síðastliðnum. en þá var hann færður til yfirheyrslu vegna rannsóknar á kynferðisbrotum. Daginn eftir var hann úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Blysför lýkur með bæn biskups

Eyjamenn minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23. janúar 1973. Eyjamenn halda upp á daginn með pompi og prakt.

Jón Bjarnason segir skilið við þingflokk VG

Jón Bjarnason þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki VG. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, las bréf frá Jóni þessa efnis upp við upphaf þingfundar í dag. Jón hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 1999, þegar flokkurinn fékk fyrst kjörna þingmenn á Alþingi. Jón tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn.

Grunaðir um stórfellt landhelgisbrot

Löndun hófst í hádeginu á Eskifirði úr norsku loðnuskipi, sem varðskip Gæslunnar færði þar til hafnar í nótt vegna gruns um alvarlegt landhelgisbrot. Skipstjórinn getur átt yfir höfði sér þunga refsingu.

Svangur fangi lagði sér dýnu til munns

Karlmaður, sem handtekinn var á dögunum þegar hann neitaði að greiða reikning á Flughóteli Keflavíkur, hefur verið dæmdur til að greiða ríkissjóði 20 þúsund krónur. Ástæðan er sú að á meðan hann dvaldi í fangaklefa, yfir eina nótt, beit hann gat á dýnu sem var inni í fangaklefanum.

BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi

Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu.

Aðbúnaður kvenlækningadeildar eins og árið 1956

"Ég var hjúkrunarnemi sumarið 1956, og í mínum huga hefur ekki breyst mikið hérna síðan þá,“ segir Regína Stefnisdóttir, kona á áttræðisaldri sem hefur legið á kvenlækningadeild Landspítalans síðan 19. desember.

Ekki hægt að fullyrða að fanginn hafi verið myrtur

Ekki er hægt að fullyrða að Sigurði Hólm Sigurðssyni, fanga á Litla-Hrauni, sem lést í fangelsinu í maí í fyrra hafi verið ráðinn bani. Þetta kemur fram í krufningaskýrslu sem Vísir hefur undir höndum. Tveir menn, þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sættu einangrunarvist fyrst eftir að Sigurður Hólm lést og hafa setið í sérstakri öryggisvist frá því í júní. Rannsókn málsins er ekki lokið en beðið er eftir skýrslu dómskvadds matsmanns, réttarmeinafræðings sem fer yfir niðurstöður krufningaskýrslunn

Sjá næstu 50 fréttir