Innlent

Vill rannsaka ættartengsl skilanefndarmanna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni
Persónuvernd hefur borist ósk um leyfi til notkunar á ótilgreindum ættfræðigrunni til að rekja ættir manna í skilanefndum.

Erindið barst þann 4. desember í fyrra, og á vefsíðu Persónuverndar má lesa svar stofnunarinnar, en ekki er talin þörf á sérstöku leyfi fyrir rannsókn á ættartengslum manna nema í þeim tilfellum þar sem unnið er með upplýsingar um sérstök einkalífsatriði.

Undir slík atriði falla til dæmis upplýsingar um hjónaskilnaði, samvistarslit, ættleiðingar og fóstursamninga

Ekki er vitað hver rannsóknaraðilinn er, en þó ríkar heimildir séu fyrir upplýsingavinnslu úr ættfræðigrunnum þarf í einhverjum tilfellum samþykki hlutaðeigandi einstaklinga fyrir birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×