Innlent

Alelda bíll við Frakkastíg

Frakkastígur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Frakkastígur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf sjö í morgun þar sem vegfarandi hafði tilkynnt um logandi fólksbíl neðarlega við Frakkastíg.

Þegar liðið kom á vettvang, logaði glatt í bílnum enda var allskonar dót í honum, sem nærði eldinn enn frekar.

Slökkvistarf gekk vel og nálægir bílar og hús voru ekki í hættu, en bíllinn er ónýtur. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, en ekki er vitað hver var þar að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×