Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vill stuðla að því að Hafnarfjarðarbær eignist St. Jósefsspítala ef áhugi er fyrir hendi hjá sveitarfélaginu sjálfu til þess að eignast húsnæðið.
Þetta kemur fram í frétt Fjarðarpóstsins í dag en spítalinn hefur ekki verið nýttur undir neina starfsemi í nokkurn tíma og er leitað leiða til þess að nýta þetta glæsilega hús sem var meira eða minna lagður niður sem spítali árið 2009.
Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Guðbjartur að menn hafi velt vöngum yfir því í hvað hægt væri að nota húsnæði St. Jósefsspítala, en ljóst væri að ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins yrði tekin í góðu samráði við bæjaryfirvöld. Húsið yrði ekki selt nema í samráði við bæjaryfirvöld.
Þrátt fyrir töluverða viðleitni hefur ekki fundist hentugur rekstur sem væri hægt að starfrækja í húsinu.
Hægt er að nálgast frétt Fjarðarpóstsins hér.
Vill stuðla að því að Hafnarfjörður eignist St. Jósefsspítala
