Fleiri fréttir

Kyrrstaða er ekki valkostur

Árni Páll Árnason sækist eftir formennsku í Samfylkingunni. Hann segir vinstri stjórn alltaf eiga að vera fyrsta valkost og vill umboð til breytinga. Jafnaðarmenn verði að hafa þrek til erfiðra ákvarðana.

Norska krónan hækkar enn

Norska krónan hefur styrkst verulega síðustu misseri með uppgangi í efnahagslífinu þar í landi.

Ellefu ár fyrir aðild að morði

Fyrrverandi lögreglumaður, Dmitrí Pavljútsjenkov, hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovsköju.

Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki

Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk.

Ekki rætt um uppsagnir á Akureyri

Fjöldauppsagnir hafa ekki komið til tals hjá hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Heiða Hringsdóttir, stjórnarformaður hjúkrunarráðs FSA, segir að ástandið meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri sé það sama og á Landspítala hvað niðurskurð varðar.

Langur aðdragandi gerir deilu erfiðari

Vonast er til að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við Landspítalann leysist fyrir jól. Lausn mun þó ekki vera í sjónmáli. Fundir og einhvers konar viðræður eiga sér stað alla daga. Ljósmæður lýsa stuðningi við baráttu kvennastétta hjá ríkinu.

Aldrei fór ég suður fær húsaskjól

„Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Mið-Ísland heldur grínmessu

"Þarna verður allt í boði, meir að segja þýfi,“ segir Steindi Jr. sem ætlar ásamt Mið Íslandi að halda grínmessu nú fyrir jólin.

Jón Gnarr fékk sér húðflúr í Ráðhúsinu

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hóf helgina á því að fá sér húðflúr á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var enginn annar en Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo eins og hann er jafnan kallaður, sem tók að sér verkefnið.

Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown

Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum.

Síldin var ekki sýkt

Ekki er vitað með vissu hvers vegna nokkur þúsund tonn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í gær. Rannsóknir sem framkvæmdar voru í dag sýna að engin sýking er í fisknum.

Ávarp Obama: "Lífið blasti við þeim“

Barack Obama, Bandaríkjaforseta, ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir stuttu. Tilefnið var skotárás í grunnskóla í vesturhluta Connecticut-ríkis þar sem 27 hið minnsta féllu, þar af 18 börn.

Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni

Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi.

Áform um þyrlumiðstöð Drekasvæðis mæta andstöðu

Andstaða landeiganda við Þórshöfn, gegn því að þyrlumiðstöð Drekasvæðisins verði á jörð hans, veldur því að sveitarfélagið Langanesbyggð hefur ekki fengið staðfest aðalskipulag sem gerir ráð fyrir risahöfn og olíu- og gasiðnaði. Það eru raunar sjö ár liðin frá því stórskipahöfn í Gunnólfsvík fór inn á aðalskipulag Skeggjastaðahrepps, sem nú er hluti Langanesbyggðar, en ráðamenn þar hafa síðan reynt að fá athafnasvæðið stækkað.

CNN fer fögrum orðum um Ísland

Íslandsþáttur CNN Business Traveller er farinn í loftið hjá fréttastöðinni. Ólafur Ragnar og Dorrit leika stórt hlutverk í umfjölluninni.

Jólaþorpið opnað

Jólaþorp Reykjavíkur var opnað formlega af borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr, i dag. Þorpið verður á Ingólfstorgi og samanstendur af jólakofum sem handverksmarkaðir og fleira verða staðsett í.

Fangageymslur lögreglunnar endurbættar

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík hafa verið gerðar upp, ef svo má að orði komast. Geymslurnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970 og fjölmargir gist þar eina nótt eða svo í gegnum árin.

Smíðakennari hraktist úr starfi vegna ömurlegra vinnuaðstæðna í Laugarnesskóla

Reykjavíkurborg er bótaskyld vegna fjártjóns sem smíðakennari varð fyrir þegar hann þurfti að hætta kennslu í Laugarnesskóla, langt fyrir aldur fram, vorið 2005. Maðurinn var kennari að aðalstarfi um árabil. Hann hóf störf sem handmenntakennari við Laugarnesskóla 1989, en lét af störfum vorið 2005. Mál þetta snýst um það að maðurinn telur að hann hafi hrakist úr starfi vegna þess að vinnuaðstæður hafi verið óboðlegar og gert honum ókleift að starfa, vegna asma, sem hann er haldinn. Stefnandi var í fullu starfi frá byrjun, en í stefnu segir að hann hafi oft verið frá vegna veikinda.

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í vikunni.

Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun.

Gylfi segir sig úr Samfylkingunni

Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: "Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni.“

Formaður Samfylkingarinnar verður kosinn með rafrænni kosningu

Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félaga flokksins. Kjörnefnd ákvað þetta eftir að Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir hafa lýst yfir framboði, lögðu sameiginlega kröfu um slíkt fram í gær.

Borgin hyggst kaupa Perluna fyrir 950 milljónir

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að veita forstjóra fyrirtækisins heimild til að undirrita kaupsamning og afsal vegna Perlunnar. Allir tankarnir í Öskjuhlíð, sem eru hluti hitaveitunnar í borginni, verða áfram í eigu Orkuveitunnar.

Ríkislögreglustjóri fer með formennsku í PTN

Ríkislögreglustjóri fer með formennsku í Politi og Toll i Norden, eða PTN, árið 2012 til 2013. PTN er formlegt samstarf norrænna ríkislögreglustjóra og tollembætta um sameiginleg málefni þeirra.

Aron Pálmarsson gaf minningarsjóði Sigrúnar Mjallar 500 þúsund

Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar um 450 þúsund krónur og þar með tvöfalda þá upphæð sem er til úthlutunar. Á vefsíðu sinni segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, faðir Sigrúnar Mjallar, að Aron hafi haft samband við sig daginn sem auglýsingin um styrki úr sjóðnum var birt og lýst yfir áhuga að koma að starfi sjóðsins. Hann sagðist hafa fylgst með sögu Sigrúnar Mjallar og umræðunni um fíkniefnanotkun unglinga.

Kannabisfnykinn lagði út úr húsinu

Í húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í Reykjanesbæ í vikunni, að fenginni leitarheimild, var lagt hald á tugi kannabisplantna og búnað samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Mikla kannabislykt lagði út úr húsinu, þegar lögreglumenn fóru þar inn. Kannabisplönturnar voru ræktaðar í tveimur herbergjum húsnæðisins.

Gildistöku byggingareglugerðar frestað

Gildistöku nýrrar byggingareglugerðar hefur verið frestað fram til 15. apríl næstkomandi. Þetta er gert með því að Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, framlengir til 15. apríl bráðabirgðaákvæði nýju reglugerðarinnar sem kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.

Magnús Ármann bar vitni í kortasvindlmáli

Magnús Ármann athafnamaður bar vitni þegar réttað var í kreditkortasvindlmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttastofa RÚV greindi frá því á dögunum að sextugur er ákærður fyrir að hafa svíkja út tæplega fjörutíu milljónir króna af kreditkorti Magnúsar. Talið er að maðurinn hafi komist yfir kreditkortanúmer kortsins á barnum Strawberries í miðbæ Reykjavíkur.

Engar skýringar á óförum síldarinnar

Engar skýringar eru á því hvers vegna mikið magn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í gær. Skessuhorn greindi frá því í gær að svo virtist vera sem mikið umhverfisslys væri í uppsiglingu.

Jón Sigurðsson nýr formaður Eirar

Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við sem stjórnarformaður stjórnar Eirar. Þetta var ákveðið á fulltrúaráðsfundi sem lauk fyrir skömmu en þar var stjórn Eirar leyst upp og ný kosin.

Offita kostar ríkið 5 til 10 milljarða á ári

Beinn kostnaður ríkisins vegna offitu er líklega um fimm til tíu milljarðar á ári og tveir þriðju hlutar dauðsfalla hér á landi orsakast af sjúkdómum sem tengjast lífsstíl beint, þar af mataræði að verulegu leyti. Þetta kemur fram í umsögn SÍBS við frumvarpi um breytingar á vörugjöldum og tollamálum.

Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði

Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé.

Skipt út úr stjórn og fulltrúaráði Eirar

Flestum ef ekki öllum fulltrúum í fulltrúaráði Hjúkrunarheimilisins Eirar verður skipt út á fundi í dag. Í kjölfarið verður skipuð ný stjórn. Samstaða er meðal flestra um að óska eftir rannsókn á fjármálum hjúkrunarheimilisins á næstunni.

Kreppan bjó í haginn fyrir umbótastarf

Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta.

Mengun skaðar aðallega ímynd

Úrgangur sem lekið hefur í Ytri-Rangá frá kjúklingasláturhúsi á Hellu er fyrst og fremst sjónræn mengun en hefur ekki valdið skaða í lífríkinu.

Sjá næstu 50 fréttir