Innlent

Náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi - síðasti dagur loftsteinadrífunnar

Ljósmyndin sem Sunna tók í gær.
Ljósmyndin sem Sunna tók í gær. MYND/SUNNA GAUTADÓTTIR
Sunna Gautadóttir, ljósmyndanemi, náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi í gærkvöldi. Loftsteinadrífan Geminítar dynur nú á Jörðinni og nær hún hápunkti sínum í kvöld.

„Ég fór bara út í móa og beindi myndavélinni að himninum," segir Sunna. „Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir að ná mynd. Annars hef ég ekki tölu á því hversu mörg stjörnuhröp ég sjá á þessum klukkutíma sem ég stóð þarna."

Loftsteinadrífur myndast þegar Jörðin ferðast í gegnum slóð ísagna sem losnað hafa frá halastjörnum.

Agnirnar brenna upp í lofthjúpi Jarðar en við það myndast mikið sjónarspil.

„Það gæti verið að ég fari aftur út í kvöld," segir Sunna. „Ég mun allavega fylgjast með."

Nú fer hver að verða síðastur að verða vitni að hinu stórfenglega sjónarspili sem nú á sér stað á næturhimninum.

Lesendum Vísi er velkomið að senda ljósmyndir af ljósadýrðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×