Innlent

Aldrei fór ég suður fær húsaskjól

Aldrei fór ég suður heldur upp á tíu ára afmæli sitt um næstu páska.
Aldrei fór ég suður heldur upp á tíu ára afmæli sitt um næstu páska. fréttablaðið/rósa
 „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Byggðastofnun hefur tryggt hátíðinni húsaskjól næstu þrjú árin, ef skipuleggjendur hátíðarinnar kjósa. Þetta gerði stofnunin að eigin frumkvæði.

Forsaga málsins er sú að í byrjun ársins varð verktakafyrirtækið KNH gjaldþrota, en húsnæði þess á Grænagarði á Ísafirði hefur hýst Aldrei fór ég suður síðustu ár. Byggðastofnun leysti húsnæðið til sín en skipuleggjendum hátíðarinnar var gert kleift að halda hátíðina áfram á Grænagarði. „Þeir hringdu í okkur að fyrra bragði þá og buðu okkur húsið.“

Nú hefur Byggðastofnun skrifað undir leigusamning við Gámaþjónustu Vestfjarða, sem mun hafa endurvinnslustarfsemi sína þar.

„Og við fréttum þetta bara að þeir leigja húsnæðið út næstu árin á þeim forsendum að við getum komið þarna inn um páskana. Byggðastofnun á mikið hrós skilið fyrir þetta og við erum mjög glöð,“ segir Jón Þór og bendir á að húsnæðismál hafi alltaf verið vandamál fyrir skipuleggjendur hátíðarinnar.

Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar, segir forsvarsmenn Gámaþjónustunnar hafa tekið vel í ákvæðið í samtali við bb.is en Fréttablaðið náði ekki tali af honum í gær. - þeb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.