Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki 15. desember 2012 07:00 Katrín júlíusdóttir Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. Þingsályktun um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hefur verið til meðferðar á Alþingi síðan í september. Umræðan var enn í gangi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Málið á sér langa forsögu og er hægt að rekja allt aftur til 1993 þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samþykkti stefnumörkun um sjálfbæra þróun. Fyrsta verkefnisstjórnin var skipuð árið 1999. Þriðja verkefnisstjórnin skilaði síðan af sér tillögum um skiptingu virkjanakosta í nýtingar-, verndar- og biðflokka í júlí 2011. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra unnu síðan saman að málinu og mælti iðnaðarráðherra fyrir þingsályktunartillögu í mars í fyrra. Málið komst þó ekki á dagskrá þess þings en var tekið aftur upp á yfirstandandi þingi. Þá var það komið á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra, í takt við breytingar á stjórnarráði.Ósætti um sátt Með rammaáætlun átti að reyna að ná sátt í virkjanamálum. Í stað þess að tekist yrði á um hvern og einn virkjanakost átti að leggja línurnar inn í framtíðina. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, í grein í Fréttablaðinu í júlí 2011. Töluverð sátt ríkti um þessa hugmyndafræði framan af, en þegar kom að því að ákveða hvort virkja eða vernda ætti ákveðin svæði kvarnaðist úr þeirri sátt. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2012. Það var því ljóst, áður en þingsályktunartillagan kom fram að meira að segja ráðherrar voru farnir að draga hugmyndafræði rammaáætlunarinnar í efa. Fagmennska eða pólitík? Líkt og kannski var við að búast hefur ekki reynst auðvelt verk að ná sátt um það hvaða svæði verði nýtt til virkjunar, hvaða svæði verði vernduð og hvaða svæði verði sett til hliðar í biðflokk. Það hefur sýnt sig á Alþingi, þar sem margir stjórnarliðar hafa gagnrýnt ferlið. Þrír af sex þingmönnum sem skrifuðu undir meirihlutaálit umhverfis- og samgöngunefndar settu fyrirvara, meðal annars formaður nefndarinnar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar, setti einnig fyrirvara við meirihlutaálit þeirrar nefndar. Aðalgagnrýnin á fyrirliggjandi tillögu er sú að hún er ekki samhljóða flokkun verkefnisstjórnarinnar, kostir hafi verið færðir úr nýtingu í biðflokk. Gagnrýnendur segja það hafa verið gert á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Kristján kom inn á þetta í umræðum í vikunni. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða, hvað skal vernda, hvað á að nýta með því að vernda það og hvað við ætlum að nýta til að búa til nauðsynlega orku.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. Þingsályktun um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hefur verið til meðferðar á Alþingi síðan í september. Umræðan var enn í gangi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Málið á sér langa forsögu og er hægt að rekja allt aftur til 1993 þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samþykkti stefnumörkun um sjálfbæra þróun. Fyrsta verkefnisstjórnin var skipuð árið 1999. Þriðja verkefnisstjórnin skilaði síðan af sér tillögum um skiptingu virkjanakosta í nýtingar-, verndar- og biðflokka í júlí 2011. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra unnu síðan saman að málinu og mælti iðnaðarráðherra fyrir þingsályktunartillögu í mars í fyrra. Málið komst þó ekki á dagskrá þess þings en var tekið aftur upp á yfirstandandi þingi. Þá var það komið á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra, í takt við breytingar á stjórnarráði.Ósætti um sátt Með rammaáætlun átti að reyna að ná sátt í virkjanamálum. Í stað þess að tekist yrði á um hvern og einn virkjanakost átti að leggja línurnar inn í framtíðina. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, í grein í Fréttablaðinu í júlí 2011. Töluverð sátt ríkti um þessa hugmyndafræði framan af, en þegar kom að því að ákveða hvort virkja eða vernda ætti ákveðin svæði kvarnaðist úr þeirri sátt. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2012. Það var því ljóst, áður en þingsályktunartillagan kom fram að meira að segja ráðherrar voru farnir að draga hugmyndafræði rammaáætlunarinnar í efa. Fagmennska eða pólitík? Líkt og kannski var við að búast hefur ekki reynst auðvelt verk að ná sátt um það hvaða svæði verði nýtt til virkjunar, hvaða svæði verði vernduð og hvaða svæði verði sett til hliðar í biðflokk. Það hefur sýnt sig á Alþingi, þar sem margir stjórnarliðar hafa gagnrýnt ferlið. Þrír af sex þingmönnum sem skrifuðu undir meirihlutaálit umhverfis- og samgöngunefndar settu fyrirvara, meðal annars formaður nefndarinnar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar, setti einnig fyrirvara við meirihlutaálit þeirrar nefndar. Aðalgagnrýnin á fyrirliggjandi tillögu er sú að hún er ekki samhljóða flokkun verkefnisstjórnarinnar, kostir hafi verið færðir úr nýtingu í biðflokk. Gagnrýnendur segja það hafa verið gert á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Kristján kom inn á þetta í umræðum í vikunni. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða, hvað skal vernda, hvað á að nýta með því að vernda það og hvað við ætlum að nýta til að búa til nauðsynlega orku.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira