Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki 15. desember 2012 07:00 Katrín júlíusdóttir Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. Þingsályktun um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hefur verið til meðferðar á Alþingi síðan í september. Umræðan var enn í gangi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Málið á sér langa forsögu og er hægt að rekja allt aftur til 1993 þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samþykkti stefnumörkun um sjálfbæra þróun. Fyrsta verkefnisstjórnin var skipuð árið 1999. Þriðja verkefnisstjórnin skilaði síðan af sér tillögum um skiptingu virkjanakosta í nýtingar-, verndar- og biðflokka í júlí 2011. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra unnu síðan saman að málinu og mælti iðnaðarráðherra fyrir þingsályktunartillögu í mars í fyrra. Málið komst þó ekki á dagskrá þess þings en var tekið aftur upp á yfirstandandi þingi. Þá var það komið á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra, í takt við breytingar á stjórnarráði.Ósætti um sátt Með rammaáætlun átti að reyna að ná sátt í virkjanamálum. Í stað þess að tekist yrði á um hvern og einn virkjanakost átti að leggja línurnar inn í framtíðina. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, í grein í Fréttablaðinu í júlí 2011. Töluverð sátt ríkti um þessa hugmyndafræði framan af, en þegar kom að því að ákveða hvort virkja eða vernda ætti ákveðin svæði kvarnaðist úr þeirri sátt. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2012. Það var því ljóst, áður en þingsályktunartillagan kom fram að meira að segja ráðherrar voru farnir að draga hugmyndafræði rammaáætlunarinnar í efa. Fagmennska eða pólitík? Líkt og kannski var við að búast hefur ekki reynst auðvelt verk að ná sátt um það hvaða svæði verði nýtt til virkjunar, hvaða svæði verði vernduð og hvaða svæði verði sett til hliðar í biðflokk. Það hefur sýnt sig á Alþingi, þar sem margir stjórnarliðar hafa gagnrýnt ferlið. Þrír af sex þingmönnum sem skrifuðu undir meirihlutaálit umhverfis- og samgöngunefndar settu fyrirvara, meðal annars formaður nefndarinnar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar, setti einnig fyrirvara við meirihlutaálit þeirrar nefndar. Aðalgagnrýnin á fyrirliggjandi tillögu er sú að hún er ekki samhljóða flokkun verkefnisstjórnarinnar, kostir hafi verið færðir úr nýtingu í biðflokk. Gagnrýnendur segja það hafa verið gert á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Kristján kom inn á þetta í umræðum í vikunni. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða, hvað skal vernda, hvað á að nýta með því að vernda það og hvað við ætlum að nýta til að búa til nauðsynlega orku.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. Þingsályktun um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hefur verið til meðferðar á Alþingi síðan í september. Umræðan var enn í gangi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Málið á sér langa forsögu og er hægt að rekja allt aftur til 1993 þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samþykkti stefnumörkun um sjálfbæra þróun. Fyrsta verkefnisstjórnin var skipuð árið 1999. Þriðja verkefnisstjórnin skilaði síðan af sér tillögum um skiptingu virkjanakosta í nýtingar-, verndar- og biðflokka í júlí 2011. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra unnu síðan saman að málinu og mælti iðnaðarráðherra fyrir þingsályktunartillögu í mars í fyrra. Málið komst þó ekki á dagskrá þess þings en var tekið aftur upp á yfirstandandi þingi. Þá var það komið á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra, í takt við breytingar á stjórnarráði.Ósætti um sátt Með rammaáætlun átti að reyna að ná sátt í virkjanamálum. Í stað þess að tekist yrði á um hvern og einn virkjanakost átti að leggja línurnar inn í framtíðina. „Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, í grein í Fréttablaðinu í júlí 2011. Töluverð sátt ríkti um þessa hugmyndafræði framan af, en þegar kom að því að ákveða hvort virkja eða vernda ætti ákveðin svæði kvarnaðist úr þeirri sátt. „Ég hef velt upp þeirri spurningu í hvaða stöðu núlifandi kynslóð er að setja sig gagnvart framtíðinni með því að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í febrúar 2012. Það var því ljóst, áður en þingsályktunartillagan kom fram að meira að segja ráðherrar voru farnir að draga hugmyndafræði rammaáætlunarinnar í efa. Fagmennska eða pólitík? Líkt og kannski var við að búast hefur ekki reynst auðvelt verk að ná sátt um það hvaða svæði verði nýtt til virkjunar, hvaða svæði verði vernduð og hvaða svæði verði sett til hliðar í biðflokk. Það hefur sýnt sig á Alþingi, þar sem margir stjórnarliðar hafa gagnrýnt ferlið. Þrír af sex þingmönnum sem skrifuðu undir meirihlutaálit umhverfis- og samgöngunefndar settu fyrirvara, meðal annars formaður nefndarinnar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar, setti einnig fyrirvara við meirihlutaálit þeirrar nefndar. Aðalgagnrýnin á fyrirliggjandi tillögu er sú að hún er ekki samhljóða flokkun verkefnisstjórnarinnar, kostir hafi verið færðir úr nýtingu í biðflokk. Gagnrýnendur segja það hafa verið gert á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Kristján kom inn á þetta í umræðum í vikunni. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða, hvað skal vernda, hvað á að nýta með því að vernda það og hvað við ætlum að nýta til að búa til nauðsynlega orku.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira