Fleiri fréttir

Sigmundur Davíð leiðir í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Sigmundur, sem jafnframt er formaður flokksins, fékk tæp 63 prósent atkvæða.

Curiosity biður fólk um að róa sig

Vitjeppinn Curiosity hefur biðlað til fólks um halda ró sinni vegna væntanlegra tíðinda frá vísindamönnum NASA. Fyrr í vikunni greindi bandaríski fjölmiðillinn NPR frá því að tíðindin yrðu söguleg.

Vigdís og Frosti leiða lista Framsóknar, Jónína mætti ekki

Samþykkt hefur verið á auka kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík að Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson leiði lista flokksins í komandi þingkosningum. Vigdís verður í efsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og Frosti í norður.

Nubo hyggst sækja aftur um leyfi

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er ekki af baki dottinn og ætlar að sækja aftur um leyfi hjá íslenskum stjórnvöldum vegna fjárfestinga sinn á Grímstöðum á Fjöllum.

Orkan styrkir Fjölskylduhjálp Íslands

Orkan styrkir Fjölskylduhjálp Íslands nú fyrir jólin. Styrkurinn er á þá leið að fyrir hvern lítra sem keyptur er á bensínstöðvum Orkunnar, út um allt land til 21. desember, rennur króna til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Bæli einhyrnings fannst í Norður-Kóreu

Fornleifafræðingar í Norður-Kóreu tilkynntu á dögunum að ævafornt bæli einhyrnings hefði fundist skammt frá klaustri í höfuðborginni Pyongyang.

Íslenska konan lá í 40 mínútur í ísköldu vatninu á Nörrebro

Íslenska konan sem liggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Rigshospitalet í Kaupmannahöfn lá í 40 mínútur undir brú í ísköldu Peblinge vatninu á Nörrebro áður en henni var bjargað. Þetta kemur fram í frétt TV2 um málið. Þar segir að konan þjáist af alvarlegri ofkælingu.

Jólageit Ikea brennd

Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010.

Íslensk kona lífshættulega slösuð í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn þurfti að kalla út björgunarþyrlu með tveimur köfurum um borð til að bjarga ölvuðu íslensku pari upp úr Peblinge vatninu sem liggur í miðju Nörrebro hverfinu. Konan liggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild og er talin í lífshættu.

Amma eða Garrinn hvort á að ráða?

Í bók Auðar Jónsdóttur Ósjálfrátt segir frá Eyju, ungri konu í djúpum vanda. Af (næstum því) kurteisi tók hún helmingi eldri mann og óttalegan vandræðagepil upp á sína arma og situr föst. Í stórfjölskyldunni er merkilegur afi, gallaðir en heillandi foreld

Eins manns rusl er annars gull

Dellusafnið á Flateyri sem opnað var á liðnu sumri hýsir forvitnileg einkasöfn sem fólk hefur lánað til sýningar og auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari leit þar inn og heillaðist.

Ætla að draga Ísraela til ábyrgðar

„Þetta er miklu meira en formsatriði,“ segir Mustafa Barghouti um áheyrnaraðild Palestínuríkis að allsherjarþingi SÞ. Nú munu Palestínumenn sækja um aðild að stofnunum SÞ, þar á meðal stríðsglæpadómstólnum í Hollandi til að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir

Drengir eru þögull hópur þolenda

Drengir sem verða fyrir kynferðisofbeldi af hendi karla kljást við alvarlegar og oft flóknari afleiðingar þess en stúlkur. Dómar Hæstaréttar síðustu 90 ár endurspegla á engan hátt veruleikann, að mati dósents við Háskólann í Reykjavík, sem hefur rannsakað

Bætur og vín hækka

Gjöld á tóbak og áfengi hækka á næsta ári og kolefnisgjald skellur á. Ríkisstjórnin hyggst afla 8,3 milljarða með aðgerðum. Hækkun barnabóta kostar 2,5 milljarða.

Fréttaskýring: Guðbjartur og Árni Páll í formannsslag

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason hefur þegar tilkynnt um framboð sitt. Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn í janúar.

Tilkynnt um níðinginn 2003

Lögreglu barst tilkynning árið 2003 um brot manns sem á fimmtudag var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir barnaníð. Hann var ekki handtekinn fyrr en sjö árum síðar.

Ferðamannastaðir vinsælli í september

Erlendum ferðamönnum þótti meira til íslenskra ferðamannastaða koma í september en í ágúst. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á upplifun erlendra ferðamanna.

Ung stúlka áreitt í gegnum tölvuleik

Níu ára stúlka varð fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu erlends manns þegar hún spilaði vinsælan töluveik á netinu og rannsakar lögregla nú málið.

Fæðingaorlofsgreiðslur hækka um 50 þúsund

Fæðingarorlofið lengist í tólf mánuði og hámarksgreiðslur sjóðsins hækka um 50 þúsund krónur á mánuði ef nýtt frumvarp velferðarráðherra nær fram að ganga.

Fótaspegilmyndin fundin

Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína.

Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði

Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming.

Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi

Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði.

Dæmdar miskabætur vegna gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 400 þúsund krónur í miskabætur út af gæsluvarðhaldi sem hann sætti í janúar árið 2010.

Anna Mjöll vill tæpar 200 milljónir króna frá Cal

Anna Mjöll Ólafsdóttir, sem er nú að ganga frá skilnaði við auðjöfurinn Cal Worthington, telur sig eiga rétt á að fá um 190 milljónir króna eða 1,5 milljónir dala frá honum vegna skilnaðarins. Ástæðan er sú að hún telur sig eiga helming í húsnæði sem Worthington keypti á meðan þau voru saman og kostaði um þrjár milljónir dala.

Óvissustigi aflýst

Mælingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að jökulhlaupi úr Grímsvötnum sé lokið. Um minniháttar atburð var að ræða og vatnsrennsli ekki meira en að sumarlagi. Ekkert bendir til frekari jarðhræringa og því hefur ríkislögreglustjóri ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og Hvolsvelli að aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum.

Garðabær og Álftanes formlega runnin í eina sæng

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði í gær staðfestingu á sameiningu sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar. Starfsmenn Garðabæjar fengu orðsendingu um þetta frá bænum.

Sjá næstu 50 fréttir