Innlent

Framsókn velur fólk á lista fyrir norðan og í Reykjavík

Auka kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjavík er hafið.
Auka kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjavík er hafið.
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi velja í dag á lista sinn fyrir næstu Alþingiskosingar. Það eru fulltrúar á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins sem kjósa hverjir verða á listanum.

Tveir þingmenn, þeir Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sækjast eftir því að leiða listann. Höskuldur hefur verið þingmaður kjördæmisins en þetta er í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð, sem er formaður flokksins, býður sig fram í kjördæminu. Þingið hefst klukkan ellefu og lýkur síðdegis.

Þá er auka kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjavík einnig haldið í dag. Á fundinum verðar tekin fyrir tillaga uppstillinganefndar um framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar.

Nefndin leggur til að þingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×