Fréttaskýring: Guðbjartur og Árni Páll í formannsslag 1. desember 2012 08:00 Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira