Fréttaskýring: Guðbjartur og Árni Páll í formannsslag 1. desember 2012 08:00 Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira