Fótaspegilmyndin fundin Hugrún Halldórsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 20:40 Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira