Fleiri fréttir Hallgrímur og Guðmundur Andri tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson hafa báðir verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hallgrímur er tilnefndur fyrir bókina Konan við 1000º - Herbjörg María Björnsson segir frá en Guðmundur Andri er tilnefndur fyrir bókina Valeyrarvalsinn. 30.11.2012 12:29 Ríkisstjórnin samþykkti að lengja fæðingarorlof Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp velferðarráðherra um að greiðslur í fæðingarorlofi verði hækkaðar á ný og fæðingarorlofið lengt úr níu mánuðum í tólf í áföngum. 30.11.2012 12:02 Náði heilsu með hjálp græðara eftir krabbameinsmeðferð Fjórir þingmenn og varaþingmenn Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar vilja að velferðarráðherra skipi starfshóp sem kannar hvort að niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu eða undanskilja þær virðisaukaskatti. Þingmennirnir hafa lagt fram tillögu þessa efnis á Alþingi. Í hópnum eru varaþingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir og þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir sem er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 30.11.2012 12:00 Má ekki kaupa áfengan orkudrykk en heimilt að blanda orkudrykk við áfengi EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. 30.11.2012 10:51 Casper Christensen valdi Íslendinga næstfyndnustu menn Danmerkur Bræðurnir Bjarni Hedtoft Reynisson og Davíð Hedtoft Reynisson unnu í gær verðlaun í keppninni Næstfyndnustu menn Danmerkur. Það var enginn annar enn Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, sem stóð að keppninni og valdi þá bræður sem sigurvegara. 30.11.2012 10:47 Kveikt á Oslóartrénu á sunnudaginn Ljósin á Oslóartrénu verða tendruð á sunnudaginn á milli klukkan 16 og 17. Íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf fyrir rúmum sextíu árum en tréð hefur ævinlega verið sett upp á Austurvelli. Borgarbúar hafa lengi fagnað þessari vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum. 30.11.2012 10:44 Ruddist inn á heimili og lamdi fjóra með járnröri Rúmlega fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að ryðjast inn á heimili og lemja þar fjóra einstaklinga, en árásin beindist aðallega að einum manni inni í húsinu. 30.11.2012 10:19 Syngjum saman klukkan ellefu Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. 30.11.2012 10:15 Jónína ekki á lista - segist ekki vera nógu stillt "Ég er bara ekki nógu stillt,“ segir Jónína Benediktsdóttir sem sóttist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suðri. 30.11.2012 09:48 Kollegar heimsækja Ögmund Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands koma í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Þeir Kári Höjgaard og Anton Frederiksen dvelja hér í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram á sunnudag. 30.11.2012 08:00 Bændur gæti að aldri gripa Matvælastofnun bendir framleiðendum á að fylgjast með aldri gripa og áætla sláturtíma í samræmi við aldursmörk. 30.11.2012 08:00 Formaðurinn á nýjum slóðum Framsóknarflokkurinn velur á lista í Reykjavíkurkjördæmunum og Norðausturkjördæmi um helgina. Formaðurinn hefur fært sig úr Reykjavík og tekst nú á um efsta sæti listans fyrir norðan. Kosið verður á tvöföldu kjördæmisþingi. Tillaga komin fram í Reykjavík. 30.11.2012 08:00 VG hlynnt en Samfó efins Frumvarp um fiskveiðistjórnun var samþykkt hjá þingflokki Vinstri grænna í gærkvöldi. Samfylkingin telur málið þurfa meiri vinnu í ríkisstjórn. Tíminn er naumur því 38 þingdagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. 30.11.2012 08:00 Kæra Landsnet fyrir lögbrot Samtök álframleiðenda hafa kært verðhækkun Landsnets. Segja hana brot á raforkulögum. Frá því fyrirtækið var stofnað árið 2005 hefur verð til stórnotenda hækkað um 160 prósent en 40 prósent til almennings. 30.11.2012 08:00 Stjórnarskrá gerð í kappi við dómsvald Egypska stjórnlagaþingið hraðaði atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá af ótta við að hæstiréttur landsins ógilti stjórnlagaþingið. Samþykkt að sjaría-lög verði áfram grundvöllur stjórnskipunar. Frumvarpið verður borið undir þjóðina í kosningum. 30.11.2012 08:00 Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30.11.2012 08:00 Níddist á börnum og borgaði þeim fyrir Maður á fimmtugsaldri dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota tvö börn um árabil. Með þyngstu dómum fyrir kynferðisbrot. Borgaði þeim þúsundir króna fyrir hvert skipti. Neitaði allri sök. Þolendurnir glíma við mikla sálræna erfiðleika. 30.11.2012 08:00 Cameron andvígur lagasetningu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fellst ekki á meginniðurstöðu rannsóknarnefndar Brians Leveson, sem leggur til að sett verði lög um eftirlit með fjölmiðlum í Bretlandi. 30.11.2012 08:00 Landnám laxins vonum framar Rannsóknir Veiðimálastofnunar í Selá í Vopnafirði sýna að landnám laxa í efri hluta árinnar gengur vel. Þessa ályktun draga sérfræðingar af dreifingu þeirra ellefu laxa sem merktir voru síðsumars með merkjum sem gefa frá sér útvarpsmerki. Merkin gera það kleift að fylgjast með hverjum þeirra úr flugvél. 30.11.2012 08:00 Leyfa niðurrif á Baldursgötu Reykjavíkurborg hefur samþykkt að einbýlishús að Baldursgötu 32 og 34 verði rifin. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um leyfi fyrir byggingu nýrra húsa á lóðunum. 30.11.2012 08:00 Ís og lífræn efni á Merkúr Messenger, könnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar, hefur sent til jarðar upplýsingar um að finna megi ís í skyggðum gígum nærri norðurpól plánetunnar. Yfir ísnum sé þunnt og dökkt lag af lífrænum efnum sem hylur ísinn á köflum. 30.11.2012 08:00 Rannsókn talin vera ómarktæk Rannsókn franska vísindamannsins Gilles-Erics Séralini um skaðleg áhrif erfðabreyttra lífvera stenst ekki kröfur um vísindaleg vinnubrögð og er því ekki marktæk. Þetta segir Matvælastofnun Evrópu (EFSA) sem hefur skoðað rannsóknina ofan í kjölinn. 30.11.2012 08:00 Stakk systur sína 100 sinnum Réttarhöld hófust í gær í Lundi í Svíþjóð yfir sautján ára gömlum dreng sem er ákærður fyrir að myrða nítján ára gamla systur sína. 30.11.2012 08:00 Norðurljósin sífellt vinsælli Vetrarferðamennska fer vaxandi í Svíþjóð og nú er útlit fyrir að í fyrsta sinn verði ferðamenn yfir vetrartímann fleiri en yfir sumartímann, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum. 30.11.2012 08:00 Mikil fækkun á gjaldþrotum Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði síðastliðnum. Þetta segir á vef Hagstofu, en um er að ræða 40% fækkun frá sama mánuði í fyrra. 30.11.2012 08:00 Árni Múli leiðir Bjarta framtíð Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum til Alþingis næsta vor. 30.11.2012 08:00 Slökkviliðið eykur stofnfé Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar allt að 683 milljónir króna í nýtt stofnfé á þessu ári frá sveitarfélögum sem standa að byggðasamlaginu. 30.11.2012 08:00 Nýr maður við stjórnvölinn Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 1. janúar 2013. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var samið um starfslok forvera Jóns í starfinu fyrr í þessum mánuði. 30.11.2012 08:00 Lagði lækninn sinn að velli Hinn ellefu ára gamli Felix Steinþórsson er einn efnilegasti skákmaður landsins, en hefur þó lengi glímt við erfiðan hjartasjúkdóm og því dvalið langdvölum á Barnaspítala Hringsins. 30.11.2012 08:00 Ríkisstjórnin vill hækka fjölmörg gjöld Ríkisstjórnin vill hækka bensíngjöld, útvarpsgjald, tóbaksgjald, vörugjöld á bílaleigubíla, gistináttagjöld, almenn tryggingagjöld , framlengja raforkuskatt um þrjú ár, og að kolefnisgjald og gjald á sölu á heitu vatni verði varanleg. 30.11.2012 06:53 Guðbjartur með örugga kosningu í 1. sætið Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hlaut afgerandi fylgi í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í póstkosningu þar sem kjörsókn var tæp 47 prósent. 30.11.2012 06:41 Þingmenn vilja vernda uppljóstrara Hópur þignmanna sem allir hafa starfað sem blaða- og fréttamenn, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara, eða heimildarmanna. 30.11.2012 06:39 Anna Kristín er komin fram Liðlega fertug kona, sem björgunarsveitir hófu leit að í Reykjavík í gær, er fundin heil á húfi. En lögreglan lýsir enn eftir Elvu Brá Þorsteinsdóttur, sem er 22 ára, 165 sentímetrar á hæð, grannvaxin og dökkhærð. 30.11.2012 06:37 Skíðasvæðið í Seyðisfirði opnað á morgun Eftir miklar framkvæmdir í sumar verður skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað á morgun. Tvö þúsund rúmmetrar af jarðvegi voru meðal annars fluttir til, læk veitt út fyrir skíðasvæðið og snjósöfnunargirðingar reistar. 30.11.2012 06:33 George Bush eldri liggur á sjúkrahúsi í Texas George Bush eldri, fyrrum forseti Bandaríkjanna, liggur nú á sjúkrahúsi í Houston í Texas vegna bronkítis. Hann hefur glímt við þrálát hóstaköst að undanförnu. 30.11.2012 06:25 Fæðingartíðnin í Bandaríkjunum sú lægsta síðan 1920 Fæðingartíðni kvenna í Bandaríkjunum á síðasta ári hefur ekki verið lægri síðan árið 1920 þegar fyrst var farið að mæla hana þarlendis. Í fyrra var fæðingartíðnin aðeins rúmlega 63 börn á hverjar þúsund konur. 30.11.2012 06:23 Strauss-Kahn samdi við herbergisþernuna í New York Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur náð samkomulagi við herbergisþernuna í New York sem ákærði hann fyrir kynferðisbrot gegn sér á síðasta ári. 30.11.2012 06:20 Fundu risavaxið svarthol í fjarlægri vetrarbraut Stjörnufræðingar hafa fundið risavaxið svarthol, það næststærsta sem fundist hefur í sögunni. 30.11.2012 06:18 Malcolm Walker forstjóri Iceland gengur á Suðurpólinn Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar og einn af eigendum Iceland á Íslandi er nú á leið gangandi á Suðurpólinn. 30.11.2012 06:14 Bjarni Ben: Mistök gerð við breytingu á Íbúðalánasjóði 2004 Undirliggjandi vandi Íbúðalánasjóðs er allt að 200 milljarðar króna sem skapar mikla áhættu fyrir skattgreiðendur. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur ríkisstjórnina vanmeta þessa áhættu. Hann er sammála því að alvarleg mistök hafi verið gerð með kerfisbreytingu á sjóðnum á árinu 2004, en á þeim tíma voru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. 29.11.2012 21:00 Fágætar bækur á uppboði Meðal verka eru gamlar ljóðabækur með vínslettum frá höfundi. 29.11.2012 22:44 Áheyrnaraðild Palestínu samþykkt Allherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í kvöld að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis með 138 atkvæðum gegn 9. 29.11.2012 22:27 Fréttastofa Stöðvar 2 er Fjölmiðill mannúðar Fjölskylduhjálp Íslands veitir á morgun viðurkenningar til fyrirtækja og fjölmiðla. 29.11.2012 22:19 Gerðu tugi breytinga á tillögum stjórnlagaráðs Hópurinn reyndi að hrófla sem allra minnst efnislega við tillögum stjórnlagaráðs. 29.11.2012 22:07 Flytja út lambatyppi í tonnavís Tvö tonn af lambatyppum frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi eru á leið til Kína en markaðir í Asíu fyrir þessa vöru eru að opnast. 29.11.2012 21:13 Sjá næstu 50 fréttir
Hallgrímur og Guðmundur Andri tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson hafa báðir verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hallgrímur er tilnefndur fyrir bókina Konan við 1000º - Herbjörg María Björnsson segir frá en Guðmundur Andri er tilnefndur fyrir bókina Valeyrarvalsinn. 30.11.2012 12:29
Ríkisstjórnin samþykkti að lengja fæðingarorlof Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp velferðarráðherra um að greiðslur í fæðingarorlofi verði hækkaðar á ný og fæðingarorlofið lengt úr níu mánuðum í tólf í áföngum. 30.11.2012 12:02
Náði heilsu með hjálp græðara eftir krabbameinsmeðferð Fjórir þingmenn og varaþingmenn Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar vilja að velferðarráðherra skipi starfshóp sem kannar hvort að niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu eða undanskilja þær virðisaukaskatti. Þingmennirnir hafa lagt fram tillögu þessa efnis á Alþingi. Í hópnum eru varaþingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir og þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir sem er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 30.11.2012 12:00
Má ekki kaupa áfengan orkudrykk en heimilt að blanda orkudrykk við áfengi EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. 30.11.2012 10:51
Casper Christensen valdi Íslendinga næstfyndnustu menn Danmerkur Bræðurnir Bjarni Hedtoft Reynisson og Davíð Hedtoft Reynisson unnu í gær verðlaun í keppninni Næstfyndnustu menn Danmerkur. Það var enginn annar enn Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, sem stóð að keppninni og valdi þá bræður sem sigurvegara. 30.11.2012 10:47
Kveikt á Oslóartrénu á sunnudaginn Ljósin á Oslóartrénu verða tendruð á sunnudaginn á milli klukkan 16 og 17. Íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf fyrir rúmum sextíu árum en tréð hefur ævinlega verið sett upp á Austurvelli. Borgarbúar hafa lengi fagnað þessari vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum. 30.11.2012 10:44
Ruddist inn á heimili og lamdi fjóra með járnröri Rúmlega fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að ryðjast inn á heimili og lemja þar fjóra einstaklinga, en árásin beindist aðallega að einum manni inni í húsinu. 30.11.2012 10:19
Syngjum saman klukkan ellefu Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. 30.11.2012 10:15
Jónína ekki á lista - segist ekki vera nógu stillt "Ég er bara ekki nógu stillt,“ segir Jónína Benediktsdóttir sem sóttist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suðri. 30.11.2012 09:48
Kollegar heimsækja Ögmund Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands koma í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Þeir Kári Höjgaard og Anton Frederiksen dvelja hér í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram á sunnudag. 30.11.2012 08:00
Bændur gæti að aldri gripa Matvælastofnun bendir framleiðendum á að fylgjast með aldri gripa og áætla sláturtíma í samræmi við aldursmörk. 30.11.2012 08:00
Formaðurinn á nýjum slóðum Framsóknarflokkurinn velur á lista í Reykjavíkurkjördæmunum og Norðausturkjördæmi um helgina. Formaðurinn hefur fært sig úr Reykjavík og tekst nú á um efsta sæti listans fyrir norðan. Kosið verður á tvöföldu kjördæmisþingi. Tillaga komin fram í Reykjavík. 30.11.2012 08:00
VG hlynnt en Samfó efins Frumvarp um fiskveiðistjórnun var samþykkt hjá þingflokki Vinstri grænna í gærkvöldi. Samfylkingin telur málið þurfa meiri vinnu í ríkisstjórn. Tíminn er naumur því 38 þingdagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. 30.11.2012 08:00
Kæra Landsnet fyrir lögbrot Samtök álframleiðenda hafa kært verðhækkun Landsnets. Segja hana brot á raforkulögum. Frá því fyrirtækið var stofnað árið 2005 hefur verð til stórnotenda hækkað um 160 prósent en 40 prósent til almennings. 30.11.2012 08:00
Stjórnarskrá gerð í kappi við dómsvald Egypska stjórnlagaþingið hraðaði atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá af ótta við að hæstiréttur landsins ógilti stjórnlagaþingið. Samþykkt að sjaría-lög verði áfram grundvöllur stjórnskipunar. Frumvarpið verður borið undir þjóðina í kosningum. 30.11.2012 08:00
Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30.11.2012 08:00
Níddist á börnum og borgaði þeim fyrir Maður á fimmtugsaldri dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota tvö börn um árabil. Með þyngstu dómum fyrir kynferðisbrot. Borgaði þeim þúsundir króna fyrir hvert skipti. Neitaði allri sök. Þolendurnir glíma við mikla sálræna erfiðleika. 30.11.2012 08:00
Cameron andvígur lagasetningu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fellst ekki á meginniðurstöðu rannsóknarnefndar Brians Leveson, sem leggur til að sett verði lög um eftirlit með fjölmiðlum í Bretlandi. 30.11.2012 08:00
Landnám laxins vonum framar Rannsóknir Veiðimálastofnunar í Selá í Vopnafirði sýna að landnám laxa í efri hluta árinnar gengur vel. Þessa ályktun draga sérfræðingar af dreifingu þeirra ellefu laxa sem merktir voru síðsumars með merkjum sem gefa frá sér útvarpsmerki. Merkin gera það kleift að fylgjast með hverjum þeirra úr flugvél. 30.11.2012 08:00
Leyfa niðurrif á Baldursgötu Reykjavíkurborg hefur samþykkt að einbýlishús að Baldursgötu 32 og 34 verði rifin. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um leyfi fyrir byggingu nýrra húsa á lóðunum. 30.11.2012 08:00
Ís og lífræn efni á Merkúr Messenger, könnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar, hefur sent til jarðar upplýsingar um að finna megi ís í skyggðum gígum nærri norðurpól plánetunnar. Yfir ísnum sé þunnt og dökkt lag af lífrænum efnum sem hylur ísinn á köflum. 30.11.2012 08:00
Rannsókn talin vera ómarktæk Rannsókn franska vísindamannsins Gilles-Erics Séralini um skaðleg áhrif erfðabreyttra lífvera stenst ekki kröfur um vísindaleg vinnubrögð og er því ekki marktæk. Þetta segir Matvælastofnun Evrópu (EFSA) sem hefur skoðað rannsóknina ofan í kjölinn. 30.11.2012 08:00
Stakk systur sína 100 sinnum Réttarhöld hófust í gær í Lundi í Svíþjóð yfir sautján ára gömlum dreng sem er ákærður fyrir að myrða nítján ára gamla systur sína. 30.11.2012 08:00
Norðurljósin sífellt vinsælli Vetrarferðamennska fer vaxandi í Svíþjóð og nú er útlit fyrir að í fyrsta sinn verði ferðamenn yfir vetrartímann fleiri en yfir sumartímann, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum. 30.11.2012 08:00
Mikil fækkun á gjaldþrotum Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði síðastliðnum. Þetta segir á vef Hagstofu, en um er að ræða 40% fækkun frá sama mánuði í fyrra. 30.11.2012 08:00
Árni Múli leiðir Bjarta framtíð Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum til Alþingis næsta vor. 30.11.2012 08:00
Slökkviliðið eykur stofnfé Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar allt að 683 milljónir króna í nýtt stofnfé á þessu ári frá sveitarfélögum sem standa að byggðasamlaginu. 30.11.2012 08:00
Nýr maður við stjórnvölinn Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 1. janúar 2013. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var samið um starfslok forvera Jóns í starfinu fyrr í þessum mánuði. 30.11.2012 08:00
Lagði lækninn sinn að velli Hinn ellefu ára gamli Felix Steinþórsson er einn efnilegasti skákmaður landsins, en hefur þó lengi glímt við erfiðan hjartasjúkdóm og því dvalið langdvölum á Barnaspítala Hringsins. 30.11.2012 08:00
Ríkisstjórnin vill hækka fjölmörg gjöld Ríkisstjórnin vill hækka bensíngjöld, útvarpsgjald, tóbaksgjald, vörugjöld á bílaleigubíla, gistináttagjöld, almenn tryggingagjöld , framlengja raforkuskatt um þrjú ár, og að kolefnisgjald og gjald á sölu á heitu vatni verði varanleg. 30.11.2012 06:53
Guðbjartur með örugga kosningu í 1. sætið Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hlaut afgerandi fylgi í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í póstkosningu þar sem kjörsókn var tæp 47 prósent. 30.11.2012 06:41
Þingmenn vilja vernda uppljóstrara Hópur þignmanna sem allir hafa starfað sem blaða- og fréttamenn, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara, eða heimildarmanna. 30.11.2012 06:39
Anna Kristín er komin fram Liðlega fertug kona, sem björgunarsveitir hófu leit að í Reykjavík í gær, er fundin heil á húfi. En lögreglan lýsir enn eftir Elvu Brá Þorsteinsdóttur, sem er 22 ára, 165 sentímetrar á hæð, grannvaxin og dökkhærð. 30.11.2012 06:37
Skíðasvæðið í Seyðisfirði opnað á morgun Eftir miklar framkvæmdir í sumar verður skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað á morgun. Tvö þúsund rúmmetrar af jarðvegi voru meðal annars fluttir til, læk veitt út fyrir skíðasvæðið og snjósöfnunargirðingar reistar. 30.11.2012 06:33
George Bush eldri liggur á sjúkrahúsi í Texas George Bush eldri, fyrrum forseti Bandaríkjanna, liggur nú á sjúkrahúsi í Houston í Texas vegna bronkítis. Hann hefur glímt við þrálát hóstaköst að undanförnu. 30.11.2012 06:25
Fæðingartíðnin í Bandaríkjunum sú lægsta síðan 1920 Fæðingartíðni kvenna í Bandaríkjunum á síðasta ári hefur ekki verið lægri síðan árið 1920 þegar fyrst var farið að mæla hana þarlendis. Í fyrra var fæðingartíðnin aðeins rúmlega 63 börn á hverjar þúsund konur. 30.11.2012 06:23
Strauss-Kahn samdi við herbergisþernuna í New York Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur náð samkomulagi við herbergisþernuna í New York sem ákærði hann fyrir kynferðisbrot gegn sér á síðasta ári. 30.11.2012 06:20
Fundu risavaxið svarthol í fjarlægri vetrarbraut Stjörnufræðingar hafa fundið risavaxið svarthol, það næststærsta sem fundist hefur í sögunni. 30.11.2012 06:18
Malcolm Walker forstjóri Iceland gengur á Suðurpólinn Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar og einn af eigendum Iceland á Íslandi er nú á leið gangandi á Suðurpólinn. 30.11.2012 06:14
Bjarni Ben: Mistök gerð við breytingu á Íbúðalánasjóði 2004 Undirliggjandi vandi Íbúðalánasjóðs er allt að 200 milljarðar króna sem skapar mikla áhættu fyrir skattgreiðendur. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur ríkisstjórnina vanmeta þessa áhættu. Hann er sammála því að alvarleg mistök hafi verið gerð með kerfisbreytingu á sjóðnum á árinu 2004, en á þeim tíma voru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. 29.11.2012 21:00
Fágætar bækur á uppboði Meðal verka eru gamlar ljóðabækur með vínslettum frá höfundi. 29.11.2012 22:44
Áheyrnaraðild Palestínu samþykkt Allherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í kvöld að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis með 138 atkvæðum gegn 9. 29.11.2012 22:27
Fréttastofa Stöðvar 2 er Fjölmiðill mannúðar Fjölskylduhjálp Íslands veitir á morgun viðurkenningar til fyrirtækja og fjölmiðla. 29.11.2012 22:19
Gerðu tugi breytinga á tillögum stjórnlagaráðs Hópurinn reyndi að hrófla sem allra minnst efnislega við tillögum stjórnlagaráðs. 29.11.2012 22:07
Flytja út lambatyppi í tonnavís Tvö tonn af lambatyppum frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi eru á leið til Kína en markaðir í Asíu fyrir þessa vöru eru að opnast. 29.11.2012 21:13