Innlent

Karlmaður hagnaðist á fléttulistaaðferð Samfylkingarinnar

Guðbjartur Hannesson fékk góða kosningu í fyrsta sætið.
Guðbjartur Hannesson fékk góða kosningu í fyrsta sætið.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Ólína Þorvarðardóttir lenti í öðru sætinu. Svokallaðri fléttulistaaðferð var beitt til þess að tryggja jafnt hlutfall kynja samkvæmt reglum flokksvalsins. Í þetta skiptið bitnaði það á konu, en Hlédís Sveinsdóttir var færð úr þriðja sætinu niður í það fjórða og Hörður Ríkharðsson fékk það þriðja í staðinn.

Á kjörskrá voru 1496 flokksfélagar. 701 greiddu atkvæði í póstkosningu sem er 46,9% kjörsókn. Hér er listinn eins og hann kemur fyrir á vefsíðu Samfylkingarinnar:

1. Guðbjartur Hannesson með 533 atkvæði í 1. sæti

2. Ólína Þorvarðardóttir með 435 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Hörður Ríkharðsson með 479 atkvæði í 1.-4. sæti

4. Hlédís Sveinsdóttir með 443 atkvæði í 1.-3.sæti

5. Benedikt Bjarnason með 379 atkvæði í 1.-4. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×