Ung stúlka áreitt í gegnum tölvuleik Hugrún Halldórsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 22:18 Níu ára stúlka varð fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu erlends manns þegar hún spilaði vinsælan töluveik á netinu og rannsakar lögregla nú málið. Alls ekki einsdæmi segir framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra. Foreldrar nemenda í Ingunnarskóla í Reykjavík fengu í þessari viku bréf frá skólayfirvöldum þar sem þeir voru beðnir um að fylgjast vel með tölvunotkun barna sinna. Ástæðan er sú að níu ára stúlka, sem er nemandi við skólann, var að spila vinsælan leik, ClubPenguin, sem býður upp á svokallað leikmannaspjall. Annar notandi fór að spjalla við stúlkuna ungu og það á mjög klámfenginn hátt. Samtalið fór fram á ensku en móðir hennar uppgötvaði hvað var á seyði þegar dóttirin spurði hvað „dirty" þýddi. Málið er nú komið inn á borð kynferðisbrotadeildar lögreglu. Fleiri sambærilegir leikir eru á netinu og berast samtökunum Heimili og skóli reglulega ábendingar um álíka mál. „Þar sem að foreldrar annaðhvort gera okkur viðvart eða haft er samband til dæmis í gegnum ábendingarhnappinn sem að SAFT verkefnið lét upp fyrir um ári síðan og er hýstur á veg Barnaheilla," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna hvetur foreldra eða aðra sem verða vitni að samskiptum sem þessum að geyma allar upplýsingar. „Taka skjámynd eða geyma upplýsingar um notandann eða eitthvað slíkt. Ef þetta er á Facebook þá er hægt að láta stjórnendur Facebook vita en síðan líka að láta aðra foreldra vita svo þeir geti passað upp á börnin sín og svo að sjálfsögðu að ræða við barnið. Ræða um hvað þarf að varast, hvað má og hvað ekki. Þetta er svona svipað og að kenna umferðarreglurnar eða kenna börnum að fara ekki eitthvað með ókunnugum. Þau þurfa að læra hvernig þau eiga að haga sér á netinu," segir Hrefna. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Níu ára stúlka varð fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu erlends manns þegar hún spilaði vinsælan töluveik á netinu og rannsakar lögregla nú málið. Alls ekki einsdæmi segir framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra. Foreldrar nemenda í Ingunnarskóla í Reykjavík fengu í þessari viku bréf frá skólayfirvöldum þar sem þeir voru beðnir um að fylgjast vel með tölvunotkun barna sinna. Ástæðan er sú að níu ára stúlka, sem er nemandi við skólann, var að spila vinsælan leik, ClubPenguin, sem býður upp á svokallað leikmannaspjall. Annar notandi fór að spjalla við stúlkuna ungu og það á mjög klámfenginn hátt. Samtalið fór fram á ensku en móðir hennar uppgötvaði hvað var á seyði þegar dóttirin spurði hvað „dirty" þýddi. Málið er nú komið inn á borð kynferðisbrotadeildar lögreglu. Fleiri sambærilegir leikir eru á netinu og berast samtökunum Heimili og skóli reglulega ábendingar um álíka mál. „Þar sem að foreldrar annaðhvort gera okkur viðvart eða haft er samband til dæmis í gegnum ábendingarhnappinn sem að SAFT verkefnið lét upp fyrir um ári síðan og er hýstur á veg Barnaheilla," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna hvetur foreldra eða aðra sem verða vitni að samskiptum sem þessum að geyma allar upplýsingar. „Taka skjámynd eða geyma upplýsingar um notandann eða eitthvað slíkt. Ef þetta er á Facebook þá er hægt að láta stjórnendur Facebook vita en síðan líka að láta aðra foreldra vita svo þeir geti passað upp á börnin sín og svo að sjálfsögðu að ræða við barnið. Ræða um hvað þarf að varast, hvað má og hvað ekki. Þetta er svona svipað og að kenna umferðarreglurnar eða kenna börnum að fara ekki eitthvað með ókunnugum. Þau þurfa að læra hvernig þau eiga að haga sér á netinu," segir Hrefna.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira