Drengir eru þögull hópur þolenda Sunna skrifar 1. desember 2012 08:00 Svala segir þolendafjölda í dómum hæstaréttar er varða kynferðisbrot gegn drengjum ekki endurspegla veruleikann. Fréttablaðið/Valli Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“ Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira