Innlent

Ferðamannastaðir vinsælli í september

MÞL skrifar
Rögnvaldur Guðmundsson
Rögnvaldur Guðmundsson
Erlendum ferðamönnum þótti meira til íslenskra ferðamannastaða koma í september en í ágúst. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á upplifun erlendra ferðamanna.

„Maður ímyndar sér að það skipti suma ferðamenn máli að það eru færri á svæðinu í september, það skýrir sennilega hluta af þessu,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustunnar sem framkvæmdi rannsóknina, en bætir við að það þurfi þó frekari rannsóknir til að geta skorið endanlega úr um orsakirnar.

Þá segir Rögnvaldur að staðirnir í könnuninni hafi komið betur út en búist var við. Könnunin var framkvæmd fyrir Ferðamálastofu í sumar eftir að umræða um of mikinn ágang á sumum ferðamannastöðum fór af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×