Fleiri fréttir Tvíhliða samningar Sviss í uppnámi Viðræður Svisslendinga og Evrópusambandsins (ESB) um að halda áfram tvíhliða samningakerfi virðast hafa siglt í strand í bili. Skýrsla sem lögð hefur verið fyrir ráðherraráð ESB um málið, þar sem einörð afstaða er tekin gegn tillögum Svisslendinga, þykir benda til þess að ekki muni miða mikið í viðræðunum á næstunni. 9.10.2012 00:00 Hefur fimmtán skýrslur í vinnslu Ríkisendurskoðun hefur um þessar mundir fimmtán skýrslur í vinnslu. Þar af eru tvær samkvæmt formlegri beiðni frá Alþingi; skýrsla um framlög til æskulýðsmála og skýrsla um innleiðingu fjárhagsupplýsingakerfis fyrir ríkið. 9.10.2012 00:00 Stuðningsmenn þurfa að borga Níu stuðningsmenn Julians Assange þurfa að greiða tryggingargjald, sem þeir gengust í ábyrgð fyrir þegar Assange var látinn laus úr fangelsi gegn því að hann myndi daglega mæta á lögreglustöð og gera grein fyrir sér. 9.10.2012 00:00 Útigangsmaður laus úr haldi Útigangsmaður á sextugsaldri var í gær leystur úr gæsluvarðhaldi sem hann hafði setið í á Selfossi grunaður um nokkrar íkveikjur undanfarna mánuði. 9.10.2012 00:00 Ekkert nýtt af máli barnsins Rannsókn á máli fjórtán mánaða stúlkubarns sem var tekið úr barnavagni fyrir utan hjá dagmóður í Reykjanesbæ fyrir hálfri annarri viku hefur engu skilað. 9.10.2012 00:00 Grindavík lagi fjárgirðingar Kona sem er eigandi sumarhúss við Ísólfsskála og einn af eigendum Ísólfsskálalands vill að Grindavíkurbær bæti fjárgirðingar sveitarfélagsins fyrir næsta vor svo komist verði hjá meiri skemmdum á gróðri en orðnar séu. 9.10.2012 00:00 Stórlaxar í leit að tökustöðum „Ég held að við höfum heimsótt alla staði á Íslandi fyrir utan Raufarhöfn,“ segir Árni Björn Helgason hjá Saga Film. Hann sá um að lóðsa tvo frægustu tökustaðastjóra í Hollywood, þá Ilt Jones og Dow Griffith, um landið í lok september. Þeir eru með myndir eins og The Dark Knight Rises og The Bourne Legacy á ferilskránni. 9.10.2012 00:00 Metfjöldi ferðamanna á árinu Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu, eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem jafngildir 17,2 prósenta aukningu milli ára. Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011, segir í frétt Samtaka ferðaþjónustunnar. 9.10.2012 00:00 Breti og Japani deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði Það voru Bretinn John B. Gurdon og Japaninn Shinya Yamanaka sem hlutu Nóbelsverðlaunin í ár í læknisfræði. 8.10.2012 10:17 Hlýnun Atlantshafsins veldur votviðri í Norður Evrópu Hið mikla votvirði og úrhellisrigningar sem hrjáð hafa íbúa í norðurhluta Evrópu í sumar, að Íslandi undanskildu, stafa af hlýnun Atlantshafsins á undanförnum árum. 8.10.2012 07:24 Sykursjúkir látast oftar úr krabbameini en aðrir Nýjar rannsóknir sýna að þeir sem þjást af sykursýki eru í mun meiri hættu en aðrir að látast úr krabbameini. 8.10.2012 07:06 Hugo Chavez endurkjörinn forseti Venesúela Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela um helgina en hann hlaut samtals 54% atkvæða. Þetta verður fjórða kjörtímabil Chavez í embætti forseta landsins. 8.10.2012 06:49 Keyrði á hund og ók af vettvangi Keyrt var á hund á Selvogsgötunni í Hafnarfirði í dag. Ökumaðurinn sá ekki ástæðu til að stöðva bifreiðina en ók brott af vettvangi. 8.10.2012 23:12 Styðja hækkun á gistináttaskatti Verkalýðsfélag Vestfjarða hvetur fjármála- og efnahagsráðherra til að hvika ekki frá hækkun virðisaukaskatts í ferðaiðnaði. Verkalýðsfélagið telur of mikið um svarta atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði og telur að skattahækkunin geti verið svar við því. 8.10.2012 22:28 Hlutlægar reglur verða að gilda um fanga Almennt verða að gilda hlutlægar reglur um fanga að mati Brynjars Níelssonar, lögmanns. Hann er því efins um verklagsreglur sem fangelsismálayfirvöld eru að útfæra til að taka á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Slíkir fangar eiga til að mynda ekki að fá að afplána í opnum fangelsum. 8.10.2012 21:50 Tálbeita á Reykjavíkurflugvelli? Tvennum sögum fer af því hvort það hafi í raun og veru verið Lady Gaga sem lenti á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld, eða hvort um eftirhermu hafi verið að ræða. Dyggur aðdáandi beið komu hennar. Hún segist hreint ekki vera viss hvort þarna hefði rétt manneskja hafi verið á ferð. 8.10.2012 21:11 Vill ekki að öll atkvæði hafi jafnt vægi Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki hlyntur því að landið verði eitt kjördæmi og vægi allra atkvæða á landinu verði jafnt. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 20. október næstkomandi verður m.a. kosið um hvort rétt sé að hafa vægi allra atkvæða jafnt á landinu. 8.10.2012 21:11 Tálknfirðingar deila vegna Hjallastefnunnar Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. 8.10.2012 20:36 Leita til Íslands eftir faglærðu starfsfólki Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að sveitarstjórnarmenn eða atvinnurekendur frá Noregi horfi til Íslands í leit að faglærðu starfsfólki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að norskir aðilar leiti til landsins en þykir alvarlegt að fólk láti lokka sig burt úr landi vegna skorts á tækifærum hérlendis. 8.10.2012 20:12 Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8.10.2012 19:33 Lady Gaga lent Vél Lady Gaga er lent á Reykjavíkurflugvelli. Hún lenti klukkan korter yfir sjö. Töluvert umstang er í kringum Reykjavíkurflugvöll vegna komunnar en þar eru tollverðir og þá hefur fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis orðið var við lífverði á vellinum. 8.10.2012 19:16 Yoko Ono stressuð yfir morgundeginum Listakonan Yoko Ono og ekkja bítilsins Johns Lennon segir deginum í dag fylgja mikið stress enda skipti hana öllu máli morgundagurinn heppnist vel þegar fólk víða heim heiðrar minningu Lennon. Í tilefni dagsins afhendir hún meðal annars stórstjörnunni Lady Gaga sérstök friðarverðlaun. 8.10.2012 19:12 Vilja efla heimspekikennslu á landinu Nokkrir þingmenn með Þór Saari fremstan í flokki lögðu fram þingsályktunartillögu í dag um að efla heimspekikennslu í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Lagt er til að á grunnskólastigi verði kenndur einn heimspekiáfangi á hverjum tveimur árum en á framhaldsskólastigi verði kenndur einn áfangi á hverju ári. 8.10.2012 19:11 Miðborg Reykjavíkur hluti af menningararfleið mannkynsins Lagt er til að Reykjavík verði sett á heimsminjaskrá Sameinuðu Þjóðanna í spænsku tímariti sem fjallar um arkitektúr. 8.10.2012 18:47 Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka ekki í almenn fangelsi Fangelsismálayfirvöld ætla að taka hart á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Verið er að taka í gagnið nýjar verklagsreglur sem fela meðal annars í sér að fangar sem tilheyra slíkum samtökum fá ekki að afplána í opnum fangelsum og stífari skilyrði eru fyrir reynslulausn. 8.10.2012 18:32 Þrír sautján ára með kannabis Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina þrjá unga menn í umferðinni sem reyndust vera í bíltúr undir áhrifum kannabisefna. Í bílnum voru bæði kannabisefni og áhöld til neyslu þeirra. Piltarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Við yfirheyrslu kom fram að þeir höfðu skotið saman til að kaupa fíkniefnin og reykt hluta þeirra í sameiningu. Þar sem þeir voru ekki nema sautján ára var barnaverndarnefnd gert viðvart um atvikið. 8.10.2012 18:20 Ógildir samruna í heilbrigðisgeiranum Samkeppniseftirlitið ógilti í dag kaup Veritas Capital hf. á Fastusi ehf. Þar með er komið í veg fyrir samruna fyrirtækja sem starfa á sviði heilbrigðisþjónustu. 8.10.2012 18:08 Mikil ánægja með sumargöturnar Bæði verslunareigendur og almennir vegfarendur eru upp til hópa ánægðir með hinar svonefndu sumargötur samkvæmt viðhorfskönnun sem Reykjavíkurborg segir frá á vefsvæði sínu. Eftir lokunina í sumar mældust 94% almennra vegfarenda ánægðir með fyrirkomulagið en 75,6% verslunareigenda voru jákvæðir. 8.10.2012 17:26 Svarbréf Sveins kynnt forsætisnefnd Alþingis Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur svarað bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem hún sendi honum á dögunum. Svarbréfið var kynnt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun. Efni þess hefur ekki verið birt opinberlega. 8.10.2012 16:22 Fimmtán ára í skilríkjasvindli Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þá er pilturinn, sem um ræðir, fimmtán ára gamall. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. 8.10.2012 15:45 Ætlar að passa barnabarnið og sjá Djúpið "Ég er að fara að passa barnabarnið mitt á morgun,“ svarar Sigrún Stefánsdóttir, sem sagði upp störfum sem dagskrástjóri hjá RÚV í dag og hætti samstundis, þegar hún er spurð hvað taki nú við. Hún bætir við að hún ætli sér að fara í bíó. "Ég er að fara á Djúpið, en ég hef ekki haft tíma til þess að sjá hana,“ bætir hún við. 8.10.2012 15:32 Tæplega 50 ökumenn óku of hratt nálægt leikskóla Brot 49 ökumanna voru mynduð á Nauthólsvegi í Reykjavík á föstudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í norðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 296 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í fimmtungur ökumanna, eða 17 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. 8.10.2012 14:56 Sigrún Stefánsdóttir hætt á RÚV Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að mikill missir sé af Sigrúnu enda hafi hún staðið sig vel í starfi sínu síðustu tvö ár. Staðan verður auglýst síðar í vikunni. 8.10.2012 14:40 Tókst ekki að brjóta öryggisgler Brotist var inn í fyrirtæki í Keflavík um helgina og þaðan stolið tölvu. Þjófarnir komust inn um glugga með því að rífa upp stormjárn. 8.10.2012 14:29 Óviðræðuhæfur eftir sveppaát Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. 8.10.2012 14:24 Ekki kjósa! - bandaríska útgáfan Það er óhætt að segja að auglýsing sem Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út, hafi vakið athygli á netinu. Í myndskeiðinu er minnt á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 8.10.2012 13:53 Eldgos í Indónesíu Kvika og aska fellur nú til jarðar í nágranni við eldfjallið Mount Lokon í norðaustur-hluta Indónesíu sem byrjaði að gjósa í nótt. Yfirvöld hafa varað íbúa, sem búa í grennd við fjallið, við að fara út úr húsum sínum enda er mikið mistur á svæðinu. Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í landinu heyrast miklar drunur í um sex kílómetra radíus við fjallið. Eldfjallið er mjög virkt og hefur mikil virkni verið í því síðustu ár. 8.10.2012 13:26 Fyrsta mark Grétars Rafns tryggði Kayserispor þrjú stig Grétar Rafn Steinsson opnaði markareikning sinn hjá tyrkneska félaginu Kayserispor í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Mersin. Kayserispor vann leikinn 2-1 en hann var spilaður á heimavelli Kayserispor. 8.10.2012 12:45 Gunnlaugur kærir frávísun til Hæstaréttar Gunnlaugur Sigmundsson hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta af meiðyrðamáli hans gegn Teiti Atlasyni til Hæstaréttar. 8.10.2012 12:11 Forsprakki Outlaws ennþá laus en þrír sæta gæsluvarðhaldi Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws-samtakanna, mun ekki sæta gæsluvarðhaldi, en Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Aðrir þrír félaga í Outlaws sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. október munu hins vegar sæta gæsluvarðhaldi. 8.10.2012 12:08 Þreytulegur og með grátstafinn í kverkunum Breti á fimmtugsaldri, sem grunaður er um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, var leiddur fyrir dómara í morgun. Leitin að stúlkunni hefur enn ekki borið árangur. 8.10.2012 12:06 Yfir 20 milljónir söfnuðust í Göngum til góðs Rauði krossinn áætlar að um 20 til 25 milljónir hafi safnast í átakinu Göngum til góðs, sem fór fram um helgina. Rúmlega tvö þúsund og fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnuninni. 8.10.2012 11:42 Ekki kjósa! Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út nýtt myndskeið þar sem minnt er á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í myndskeiðinu koma fram allir helstu listamenn sem vakð hafa athygli að undanförnu, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Benedikt Erlingsson og fleiri. 8.10.2012 11:37 Með skotfæri í farangrinum Öryggisgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna skotfæra sem fram höfðu komið við skimun á farangri. 8.10.2012 11:21 Með 29 ketti, tvo hunda og þrjá páfagauka á heimilinu Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti nýverið heimili í umdæminu í kjölfar þess að kvartanir höfðu borist vegna hunda- og kattahalds þar og óþrifnaðar sem af dýrahaldinu hlytist. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar inn var komið reyndist þar fyrir fjöldi katta, tveir hundar og þrír páfagaukar í búri. 8.10.2012 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Tvíhliða samningar Sviss í uppnámi Viðræður Svisslendinga og Evrópusambandsins (ESB) um að halda áfram tvíhliða samningakerfi virðast hafa siglt í strand í bili. Skýrsla sem lögð hefur verið fyrir ráðherraráð ESB um málið, þar sem einörð afstaða er tekin gegn tillögum Svisslendinga, þykir benda til þess að ekki muni miða mikið í viðræðunum á næstunni. 9.10.2012 00:00
Hefur fimmtán skýrslur í vinnslu Ríkisendurskoðun hefur um þessar mundir fimmtán skýrslur í vinnslu. Þar af eru tvær samkvæmt formlegri beiðni frá Alþingi; skýrsla um framlög til æskulýðsmála og skýrsla um innleiðingu fjárhagsupplýsingakerfis fyrir ríkið. 9.10.2012 00:00
Stuðningsmenn þurfa að borga Níu stuðningsmenn Julians Assange þurfa að greiða tryggingargjald, sem þeir gengust í ábyrgð fyrir þegar Assange var látinn laus úr fangelsi gegn því að hann myndi daglega mæta á lögreglustöð og gera grein fyrir sér. 9.10.2012 00:00
Útigangsmaður laus úr haldi Útigangsmaður á sextugsaldri var í gær leystur úr gæsluvarðhaldi sem hann hafði setið í á Selfossi grunaður um nokkrar íkveikjur undanfarna mánuði. 9.10.2012 00:00
Ekkert nýtt af máli barnsins Rannsókn á máli fjórtán mánaða stúlkubarns sem var tekið úr barnavagni fyrir utan hjá dagmóður í Reykjanesbæ fyrir hálfri annarri viku hefur engu skilað. 9.10.2012 00:00
Grindavík lagi fjárgirðingar Kona sem er eigandi sumarhúss við Ísólfsskála og einn af eigendum Ísólfsskálalands vill að Grindavíkurbær bæti fjárgirðingar sveitarfélagsins fyrir næsta vor svo komist verði hjá meiri skemmdum á gróðri en orðnar séu. 9.10.2012 00:00
Stórlaxar í leit að tökustöðum „Ég held að við höfum heimsótt alla staði á Íslandi fyrir utan Raufarhöfn,“ segir Árni Björn Helgason hjá Saga Film. Hann sá um að lóðsa tvo frægustu tökustaðastjóra í Hollywood, þá Ilt Jones og Dow Griffith, um landið í lok september. Þeir eru með myndir eins og The Dark Knight Rises og The Bourne Legacy á ferilskránni. 9.10.2012 00:00
Metfjöldi ferðamanna á árinu Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu, eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem jafngildir 17,2 prósenta aukningu milli ára. Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011, segir í frétt Samtaka ferðaþjónustunnar. 9.10.2012 00:00
Breti og Japani deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði Það voru Bretinn John B. Gurdon og Japaninn Shinya Yamanaka sem hlutu Nóbelsverðlaunin í ár í læknisfræði. 8.10.2012 10:17
Hlýnun Atlantshafsins veldur votviðri í Norður Evrópu Hið mikla votvirði og úrhellisrigningar sem hrjáð hafa íbúa í norðurhluta Evrópu í sumar, að Íslandi undanskildu, stafa af hlýnun Atlantshafsins á undanförnum árum. 8.10.2012 07:24
Sykursjúkir látast oftar úr krabbameini en aðrir Nýjar rannsóknir sýna að þeir sem þjást af sykursýki eru í mun meiri hættu en aðrir að látast úr krabbameini. 8.10.2012 07:06
Hugo Chavez endurkjörinn forseti Venesúela Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela um helgina en hann hlaut samtals 54% atkvæða. Þetta verður fjórða kjörtímabil Chavez í embætti forseta landsins. 8.10.2012 06:49
Keyrði á hund og ók af vettvangi Keyrt var á hund á Selvogsgötunni í Hafnarfirði í dag. Ökumaðurinn sá ekki ástæðu til að stöðva bifreiðina en ók brott af vettvangi. 8.10.2012 23:12
Styðja hækkun á gistináttaskatti Verkalýðsfélag Vestfjarða hvetur fjármála- og efnahagsráðherra til að hvika ekki frá hækkun virðisaukaskatts í ferðaiðnaði. Verkalýðsfélagið telur of mikið um svarta atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði og telur að skattahækkunin geti verið svar við því. 8.10.2012 22:28
Hlutlægar reglur verða að gilda um fanga Almennt verða að gilda hlutlægar reglur um fanga að mati Brynjars Níelssonar, lögmanns. Hann er því efins um verklagsreglur sem fangelsismálayfirvöld eru að útfæra til að taka á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Slíkir fangar eiga til að mynda ekki að fá að afplána í opnum fangelsum. 8.10.2012 21:50
Tálbeita á Reykjavíkurflugvelli? Tvennum sögum fer af því hvort það hafi í raun og veru verið Lady Gaga sem lenti á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld, eða hvort um eftirhermu hafi verið að ræða. Dyggur aðdáandi beið komu hennar. Hún segist hreint ekki vera viss hvort þarna hefði rétt manneskja hafi verið á ferð. 8.10.2012 21:11
Vill ekki að öll atkvæði hafi jafnt vægi Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki hlyntur því að landið verði eitt kjördæmi og vægi allra atkvæða á landinu verði jafnt. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 20. október næstkomandi verður m.a. kosið um hvort rétt sé að hafa vægi allra atkvæða jafnt á landinu. 8.10.2012 21:11
Tálknfirðingar deila vegna Hjallastefnunnar Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. 8.10.2012 20:36
Leita til Íslands eftir faglærðu starfsfólki Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að sveitarstjórnarmenn eða atvinnurekendur frá Noregi horfi til Íslands í leit að faglærðu starfsfólki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að norskir aðilar leiti til landsins en þykir alvarlegt að fólk láti lokka sig burt úr landi vegna skorts á tækifærum hérlendis. 8.10.2012 20:12
Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8.10.2012 19:33
Lady Gaga lent Vél Lady Gaga er lent á Reykjavíkurflugvelli. Hún lenti klukkan korter yfir sjö. Töluvert umstang er í kringum Reykjavíkurflugvöll vegna komunnar en þar eru tollverðir og þá hefur fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis orðið var við lífverði á vellinum. 8.10.2012 19:16
Yoko Ono stressuð yfir morgundeginum Listakonan Yoko Ono og ekkja bítilsins Johns Lennon segir deginum í dag fylgja mikið stress enda skipti hana öllu máli morgundagurinn heppnist vel þegar fólk víða heim heiðrar minningu Lennon. Í tilefni dagsins afhendir hún meðal annars stórstjörnunni Lady Gaga sérstök friðarverðlaun. 8.10.2012 19:12
Vilja efla heimspekikennslu á landinu Nokkrir þingmenn með Þór Saari fremstan í flokki lögðu fram þingsályktunartillögu í dag um að efla heimspekikennslu í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Lagt er til að á grunnskólastigi verði kenndur einn heimspekiáfangi á hverjum tveimur árum en á framhaldsskólastigi verði kenndur einn áfangi á hverju ári. 8.10.2012 19:11
Miðborg Reykjavíkur hluti af menningararfleið mannkynsins Lagt er til að Reykjavík verði sett á heimsminjaskrá Sameinuðu Þjóðanna í spænsku tímariti sem fjallar um arkitektúr. 8.10.2012 18:47
Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka ekki í almenn fangelsi Fangelsismálayfirvöld ætla að taka hart á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Verið er að taka í gagnið nýjar verklagsreglur sem fela meðal annars í sér að fangar sem tilheyra slíkum samtökum fá ekki að afplána í opnum fangelsum og stífari skilyrði eru fyrir reynslulausn. 8.10.2012 18:32
Þrír sautján ára með kannabis Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina þrjá unga menn í umferðinni sem reyndust vera í bíltúr undir áhrifum kannabisefna. Í bílnum voru bæði kannabisefni og áhöld til neyslu þeirra. Piltarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Við yfirheyrslu kom fram að þeir höfðu skotið saman til að kaupa fíkniefnin og reykt hluta þeirra í sameiningu. Þar sem þeir voru ekki nema sautján ára var barnaverndarnefnd gert viðvart um atvikið. 8.10.2012 18:20
Ógildir samruna í heilbrigðisgeiranum Samkeppniseftirlitið ógilti í dag kaup Veritas Capital hf. á Fastusi ehf. Þar með er komið í veg fyrir samruna fyrirtækja sem starfa á sviði heilbrigðisþjónustu. 8.10.2012 18:08
Mikil ánægja með sumargöturnar Bæði verslunareigendur og almennir vegfarendur eru upp til hópa ánægðir með hinar svonefndu sumargötur samkvæmt viðhorfskönnun sem Reykjavíkurborg segir frá á vefsvæði sínu. Eftir lokunina í sumar mældust 94% almennra vegfarenda ánægðir með fyrirkomulagið en 75,6% verslunareigenda voru jákvæðir. 8.10.2012 17:26
Svarbréf Sveins kynnt forsætisnefnd Alþingis Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur svarað bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem hún sendi honum á dögunum. Svarbréfið var kynnt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun. Efni þess hefur ekki verið birt opinberlega. 8.10.2012 16:22
Fimmtán ára í skilríkjasvindli Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þá er pilturinn, sem um ræðir, fimmtán ára gamall. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. 8.10.2012 15:45
Ætlar að passa barnabarnið og sjá Djúpið "Ég er að fara að passa barnabarnið mitt á morgun,“ svarar Sigrún Stefánsdóttir, sem sagði upp störfum sem dagskrástjóri hjá RÚV í dag og hætti samstundis, þegar hún er spurð hvað taki nú við. Hún bætir við að hún ætli sér að fara í bíó. "Ég er að fara á Djúpið, en ég hef ekki haft tíma til þess að sjá hana,“ bætir hún við. 8.10.2012 15:32
Tæplega 50 ökumenn óku of hratt nálægt leikskóla Brot 49 ökumanna voru mynduð á Nauthólsvegi í Reykjavík á föstudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í norðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 296 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í fimmtungur ökumanna, eða 17 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. 8.10.2012 14:56
Sigrún Stefánsdóttir hætt á RÚV Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að mikill missir sé af Sigrúnu enda hafi hún staðið sig vel í starfi sínu síðustu tvö ár. Staðan verður auglýst síðar í vikunni. 8.10.2012 14:40
Tókst ekki að brjóta öryggisgler Brotist var inn í fyrirtæki í Keflavík um helgina og þaðan stolið tölvu. Þjófarnir komust inn um glugga með því að rífa upp stormjárn. 8.10.2012 14:29
Óviðræðuhæfur eftir sveppaát Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. 8.10.2012 14:24
Ekki kjósa! - bandaríska útgáfan Það er óhætt að segja að auglýsing sem Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út, hafi vakið athygli á netinu. Í myndskeiðinu er minnt á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 8.10.2012 13:53
Eldgos í Indónesíu Kvika og aska fellur nú til jarðar í nágranni við eldfjallið Mount Lokon í norðaustur-hluta Indónesíu sem byrjaði að gjósa í nótt. Yfirvöld hafa varað íbúa, sem búa í grennd við fjallið, við að fara út úr húsum sínum enda er mikið mistur á svæðinu. Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í landinu heyrast miklar drunur í um sex kílómetra radíus við fjallið. Eldfjallið er mjög virkt og hefur mikil virkni verið í því síðustu ár. 8.10.2012 13:26
Fyrsta mark Grétars Rafns tryggði Kayserispor þrjú stig Grétar Rafn Steinsson opnaði markareikning sinn hjá tyrkneska félaginu Kayserispor í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Mersin. Kayserispor vann leikinn 2-1 en hann var spilaður á heimavelli Kayserispor. 8.10.2012 12:45
Gunnlaugur kærir frávísun til Hæstaréttar Gunnlaugur Sigmundsson hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta af meiðyrðamáli hans gegn Teiti Atlasyni til Hæstaréttar. 8.10.2012 12:11
Forsprakki Outlaws ennþá laus en þrír sæta gæsluvarðhaldi Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws-samtakanna, mun ekki sæta gæsluvarðhaldi, en Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Aðrir þrír félaga í Outlaws sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. október munu hins vegar sæta gæsluvarðhaldi. 8.10.2012 12:08
Þreytulegur og með grátstafinn í kverkunum Breti á fimmtugsaldri, sem grunaður er um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, var leiddur fyrir dómara í morgun. Leitin að stúlkunni hefur enn ekki borið árangur. 8.10.2012 12:06
Yfir 20 milljónir söfnuðust í Göngum til góðs Rauði krossinn áætlar að um 20 til 25 milljónir hafi safnast í átakinu Göngum til góðs, sem fór fram um helgina. Rúmlega tvö þúsund og fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnuninni. 8.10.2012 11:42
Ekki kjósa! Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út nýtt myndskeið þar sem minnt er á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í myndskeiðinu koma fram allir helstu listamenn sem vakð hafa athygli að undanförnu, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Benedikt Erlingsson og fleiri. 8.10.2012 11:37
Með skotfæri í farangrinum Öryggisgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna skotfæra sem fram höfðu komið við skimun á farangri. 8.10.2012 11:21
Með 29 ketti, tvo hunda og þrjá páfagauka á heimilinu Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti nýverið heimili í umdæminu í kjölfar þess að kvartanir höfðu borist vegna hunda- og kattahalds þar og óþrifnaðar sem af dýrahaldinu hlytist. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar inn var komið reyndist þar fyrir fjöldi katta, tveir hundar og þrír páfagaukar í búri. 8.10.2012 11:15