Innlent

Grindavík lagi fjárgirðingar

Sumarhússeigandi vill fjárheldar girðingar.
Sumarhússeigandi vill fjárheldar girðingar.
Kona sem er eigandi sumarhúss við Ísólfsskála og einn af eigendum Ísólfsskálalands vill að Grindavíkurbær bæti fjárgirðingar sveitarfélagsins fyrir næsta vor svo komist verði hjá meiri skemmdum á gróðri en orðnar séu.

„Samkvæmt samningi sem gerður var á milli Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á björgunarsveitin að sjá um viðhald og eftirlit með fjárgirðingum sem tilheyra Grindavíkurbæ. Því miður hefur það viðhald ekki gengið eftir, þar sem um töluverðan lausagang sauðfjár hefur verið að ræða,“ segir sumarhússeigandinn og undirstrikar að töluvert hafi verið um gróðursetningu trjáa og uppgræðslu í landi hans. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×