Innlent

Styðja hækkun á gistináttaskatti

BBI skrifar
Hótelherbergi. Mynd úr safni.
Hótelherbergi. Mynd úr safni.
Verkalýðsfélag Vestfjarða hvetur fjármála- og efnahagsráðherra til að hvika ekki frá hækkun virðisaukaskatts í ferðaiðnaði. Verkalýðsfélagið telur of mikið um svarta atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði og telur að skattahækkunin geti verið svar við því.

Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins Bestu. Þar kemur fram að stjórn verkalýðsfélagsins telji að í dag skorti verkfæri til að taka á svartri atvinnustarfsemi og því blómstri hún sem aldrei fyrr. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, telur að ferðaþjónustan þoli hækkun virðisaukaskatts á gistinætur, en til stendur að hækka skattinn úr lægsta þrepinu sem er 7% og upp í 25,5%.

Að mati Finnboga er alvarlegt vandamál hve margir skjóta undan skatti í ferðaiðnaði. Hann hvetur því Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, til að beita sér fyrir landsátaki gegn svartri atvinnustarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×