Erlent

Eldgos í Indónesíu

Eldfjallið Mount Lokon í Indónesíu gýs nú.
Eldfjallið Mount Lokon í Indónesíu gýs nú. mynd/afp
Kvika og aska fellur nú til jarðar í nágranni við eldfjallið Mount Lokon í norðaustur-hluta Indónesíu sem byrjaði að gjósa í nótt. Yfirvöld hafa varað íbúa, sem búa í grennd við fjallið, við að fara út úr húsum sínum enda er mikið mistur á svæðinu. Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í landinu heyrast miklar drunur í um sex kílómetra radíus við fjallið. Eldfjallið er mjög virkt og hefur mikil virkni verið í því síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×