Innlent

Yoko Ono stressuð yfir morgundeginum

LVP skrifar
Listakonan Yoko Ono og ekkja bítilsins Johns Lennon segir deginum í dag fylgja mikið stress enda skipti hana öllu máli morgundagurinn heppnist vel þegar fólk víða heim heiðrar minningu Lennon. Í tilefni dagsins afhendir hún meðal annars stórstjörnunni Lady Gaga sérstök friðarverðlaun.

Yoko Ono er stödd á landinu í tilefni af því að á morgun verður í sjötta sinn kveikt á Friðarsúlunni í Viðey á afmælisdegi Lennons 9. október. Þá mun hún einnig afhenda fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum í Hörpu á morgun.

Á meðal þeirra sem hún afhendir viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum á morgun er söngkonan Lady Gaga. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá er hún væntanleg til landsins með einkaþotu um kvöldmatarleytið og mun hún gista á Nordcia hóteli..



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×