Innlent

Ekki kjósa! - bandaríska útgáfan

Það er óhætt að segja að auglýsing sem Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út, hafi vakið athygli á netinu. Í myndskeiðinu er minnt á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Helstu listamenn sem hafa vakið athygli að undanförnu hvetja fólk til þess að sleppa því að kjósa. Auðvitað er um ákveðna kaldhæðni að ræða þar sem stjörnurnar segja fólki að málið komi þeim ekki við og þau eigi að fara frekar í Bauhaus eða Ikea. Hinn raunverulegi tilgangur auglýsingarinnar er þó að sjálfsögðu að vekja fólk til umhugsunar um atkvæðagreiðsluna

Hugmyndin er þó ekki ný af nálinni, því árið 2008 hvöttu helstu stórstjörnur Hollywood almenning til þess að sleppa því að kjósa í forsetakosningunum sama ár. Auðvitað var sú auglýsing einnig kaldhæðin áminning um að kosningar skipta máli. Boðskapurinn er ágætur, hversvegna breyta því sem virkar?

En sjón er auðvitað sögu ríkari. Þannig má skoða auglýsingu Stjórnarskrárfélagsins hér. Og svo þá bandarísku hér fyrir ofan í viðhengi. Dæmið hver fyrir sig.


Tengdar fréttir

Ekki kjósa!

Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út nýtt myndskeið þar sem minnt er á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í myndskeiðinu koma fram allir helstu listamenn sem vakð hafa athygli að undanförnu, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Benedikt Erlingsson og fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×