Erlent

Stuðningsmenn þurfa að borga

Julian Assange
Julian Assange
Níu stuðningsmenn Julians Assange þurfa að greiða tryggingargjald, sem þeir gengust í ábyrgð fyrir þegar Assange var látinn laus úr fangelsi gegn því að hann myndi daglega mæta á lögreglustöð og gera grein fyrir sér.

Dómari í London segir Assange hafa rofið þessa skilmála þegar hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors í London í júní síðastliðnum. Þess vegna eigi að greiða tryggingargjaldið, sem nemur 93.500 pundum eða um 18 milljónum króna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×