Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka ekki í almenn fangelsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. október 2012 18:32 Fangelsismálayfirvöld ætla að taka hart á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Verið er að taka í gagnið nýjar verklagsreglur sem fela meðal annars í sér að fangar sem tilheyra slíkum samtökum fá ekki að afplána í opnum fangelsum og stífari skilyrði eru fyrir reynslulausn. Vélahjólasamtökin Hells Angels og Outlaws hafa hreiðrað um sig hér á landi síðustu misseri. Interpol skilgreinir bæði samtökin sem skipulögð alþjóðleg glæpasamtök. Á annan tug félaga í þessum samtökum afplána nú dóma í fangelsum. Til að bregðast við þessari stöðu og koma í veg fyrir gengjamyndun innan fangelsanna hefur Fangelsismálastofnun um nokkurra mánaða skeið unnið að sérstökum verklagsreglum. Verið er að taka þær í notkun þessa dagana en þær gilda um félaga í samtökum sem skilgreind eru sem skipulögð glæpasamtök. „Afplánun þessara fanga mun fara fram með öðrum hætti en annarra. Þeir eiga ekki möguleika á að vistast í opnum fangelsum, þeir geta ekki vistast á Vernd og þeir fara ekki undir rafrænt eftirlit og hljóti þeir reynslulausn þá er það með mjög stífum skilyrðum," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.Hvaða skilyrðum þá? „Meðal annars þau skilyrði að þeir umgangist ekki aðra menn sem að eru í þessum samtökum. Vinni ekki fyrir samtökin og ef þeir brjóta þessar reglur þá fara þeir aftur inn," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Takmarkanir eru á heimsóknum til félaga í skipulögðum glæpasamtökum og öll merki sem tengjast slíkum samtökum eru bönnuð innan fangelsanna. Páll segir að eins go staðan er nú í fangelsismálum sé hins vegar ekki hægt að aðskilja meðlimi í ólíkum samtökum. „Það er vissulega erfitt með þennan aðbúnað sem við höfum," segir Páll. Þá segir hann fangelsismálayfirvöld fá upplýsingar frá lögreglu um það hvaða fangar tilheyra Hells Angels og Outlaws. „Við byggjum á upplýsingum frá lögreglu og erum í góðum samstarfi við lögreglu," segir Páll. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld ætla að taka hart á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Verið er að taka í gagnið nýjar verklagsreglur sem fela meðal annars í sér að fangar sem tilheyra slíkum samtökum fá ekki að afplána í opnum fangelsum og stífari skilyrði eru fyrir reynslulausn. Vélahjólasamtökin Hells Angels og Outlaws hafa hreiðrað um sig hér á landi síðustu misseri. Interpol skilgreinir bæði samtökin sem skipulögð alþjóðleg glæpasamtök. Á annan tug félaga í þessum samtökum afplána nú dóma í fangelsum. Til að bregðast við þessari stöðu og koma í veg fyrir gengjamyndun innan fangelsanna hefur Fangelsismálastofnun um nokkurra mánaða skeið unnið að sérstökum verklagsreglum. Verið er að taka þær í notkun þessa dagana en þær gilda um félaga í samtökum sem skilgreind eru sem skipulögð glæpasamtök. „Afplánun þessara fanga mun fara fram með öðrum hætti en annarra. Þeir eiga ekki möguleika á að vistast í opnum fangelsum, þeir geta ekki vistast á Vernd og þeir fara ekki undir rafrænt eftirlit og hljóti þeir reynslulausn þá er það með mjög stífum skilyrðum," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.Hvaða skilyrðum þá? „Meðal annars þau skilyrði að þeir umgangist ekki aðra menn sem að eru í þessum samtökum. Vinni ekki fyrir samtökin og ef þeir brjóta þessar reglur þá fara þeir aftur inn," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Takmarkanir eru á heimsóknum til félaga í skipulögðum glæpasamtökum og öll merki sem tengjast slíkum samtökum eru bönnuð innan fangelsanna. Páll segir að eins go staðan er nú í fangelsismálum sé hins vegar ekki hægt að aðskilja meðlimi í ólíkum samtökum. „Það er vissulega erfitt með þennan aðbúnað sem við höfum," segir Páll. Þá segir hann fangelsismálayfirvöld fá upplýsingar frá lögreglu um það hvaða fangar tilheyra Hells Angels og Outlaws. „Við byggjum á upplýsingum frá lögreglu og erum í góðum samstarfi við lögreglu," segir Páll.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira